Markið skoraði Damir á 38. mínútu og er það eina markið í leiknum hingað til. Höskuldur Gunnlaugsson gerði sig líklegan til að taka aukaspyrnuna. Þess í stað renndi, Viktor Karl Einarsson, boltanum aftur fyrir sig á Damir, sem þrumaði boltanum í netið.
Skotið var svo fast að það var nánast erfitt að sjá boltann.
Undanfarnar mínútur hafa Blikar átt undir högg að sækja. Þeir eiga í erfiðleikum með að spila boltanum úr vörninni og liggja aftarlega á vellinum. Hingað til hefur varnarleikurinn verið nægilega góður til að halda Írunum frá því að jafna. Vonandi halda Kópavogspiltarnir þetta út.
Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann er einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi.