Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2023 06:46 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari landlæknis við skriflegri fyrirspurn Vísis um ávísun megrunarlyfja. Tilefnið eru fréttir af því að Lyfjastofnun Íslands hafi gert Lyfjastofnun Evrópu viðvart um þrjú tilvik þar sem einstaklingar fundu fyrir sjálfsskaða-eða sjálfsvígshugsunum á lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur áður sagt í samtali við Vísi að rúmlega tíu þúsund manns séu nú á lyfjunum hér á landi. Lyfin eru tiltölulega ný af nálinni og hefur notkun þeirra stóraukist svo að stefnir í skort á tilteknu lyfi, Ozempic í sumar. Aukningin þurfi ekki að koma á óvart „Embætti landlæknis hefur ekki verið upplýst um málið en hefur óskað upplýsinga frá Lyfjastofnun,“ segir í svörum landlæknis til Vísis. Þar segir að eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. „Lyfin sem um ræðir eru ný af nálinni og virðast gefa góða raun í meðhöndlun sykursýki og stuðla jafnframt að þyngdartapi. Aukning á notkun þessara lyfja ætti því ekki að koma á óvart. Þá hefur embættinu ekki borist erindi er varða misnotkun umræddra lyfja, en frá sjónarhóli embættisins má fyrst og fremst koma í veg fyrir slíkt með því að heilbrigðisstarfsmenn stundi ábyrga ávísun lyfja.“ Segir embættið jafnframt í svörum sínum að því hafi ekki borist ábendingar um að lyfinu sé ávísað með óábyrgum hætti. Segir landlæknir auk þess ekki hafa upplýsingar um það hvort læknar hafi fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjunum. „Í 48gr. lyfjalaga nr. 100/2020, sem Lyfjastofnun framfylgir, er sérstaklega kveðið á um að þeim sem ávísa lyfjum beri að stuðla að ábyrgri notkun lyfja við ávísun þeirra til sjúklinga með öryggi þeirra og lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem ákveða greiðslufyrirkomulag og sinna eftirliti þar að lútandi.“ Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari landlæknis við skriflegri fyrirspurn Vísis um ávísun megrunarlyfja. Tilefnið eru fréttir af því að Lyfjastofnun Íslands hafi gert Lyfjastofnun Evrópu viðvart um þrjú tilvik þar sem einstaklingar fundu fyrir sjálfsskaða-eða sjálfsvígshugsunum á lyfjunum. Forstjóri Lyfjastofnunar hefur áður sagt í samtali við Vísi að rúmlega tíu þúsund manns séu nú á lyfjunum hér á landi. Lyfin eru tiltölulega ný af nálinni og hefur notkun þeirra stóraukist svo að stefnir í skort á tilteknu lyfi, Ozempic í sumar. Aukningin þurfi ekki að koma á óvart „Embætti landlæknis hefur ekki verið upplýst um málið en hefur óskað upplýsinga frá Lyfjastofnun,“ segir í svörum landlæknis til Vísis. Þar segir að eitt af meginhlutverkum embættis landlæknis sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna. „Lyfin sem um ræðir eru ný af nálinni og virðast gefa góða raun í meðhöndlun sykursýki og stuðla jafnframt að þyngdartapi. Aukning á notkun þessara lyfja ætti því ekki að koma á óvart. Þá hefur embættinu ekki borist erindi er varða misnotkun umræddra lyfja, en frá sjónarhóli embættisins má fyrst og fremst koma í veg fyrir slíkt með því að heilbrigðisstarfsmenn stundi ábyrga ávísun lyfja.“ Segir embættið jafnframt í svörum sínum að því hafi ekki borist ábendingar um að lyfinu sé ávísað með óábyrgum hætti. Segir landlæknir auk þess ekki hafa upplýsingar um það hvort læknar hafi fjárhagslegan ávinning af því að ávísa lyfjunum. „Í 48gr. lyfjalaga nr. 100/2020, sem Lyfjastofnun framfylgir, er sérstaklega kveðið á um að þeim sem ávísa lyfjum beri að stuðla að ábyrgri notkun lyfja við ávísun þeirra til sjúklinga með öryggi þeirra og lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem ákveða greiðslufyrirkomulag og sinna eftirliti þar að lútandi.“
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira