Katrín náði að skreppa í bæinn Máni Snær Þorláksson skrifar 12. júlí 2023 17:05 Katrín náði að skreppa í miðbæinn og sjá Íslandsstræti. Gatan fékk nafnið í þakklætisskyni eftir að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litáen fyrst allra þjóða árið 1991. Facebook Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til þessarar fallegu borgar og ég náði að skjótast á götuna sem kennd er við Ísland en eins og kunnugt er viðurkenndu Íslendingar sjálfstæði Litháens fyrst þjóða,“ segir Katrín í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Íslandsstræti í Vilnius fékk nafn sitt eftir að Ísland viðurkenndi lýðveldið Litáen, fyrst allra ríkja.Facebook Þar fer hún einnig um það sem farið var yfir á fundinum. Þar hafi verið fjallað um innrás Rússa í Úkraínu, stöðuna í stríðinu, aukið samstarf Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins og varnaráætlanir bandalagsins. Þá hafi inngöngu Finnlands í bandalagið verið fagnað og gefið vilyrði um að Svíþjóð verði bráðlega fullgildur meðlimur í því. Katrín segir að það megi teljast söguleg tíðindi. Katrín ræðir hér við Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Facebook „Fyrir utan öll þessi mál gerði ég afvopnunarmál að sérstöku umtalsefni en þar er staðan grafalvarleg. Kjarnorkuógnin er orðin áþreifanlegri en hún hefur verið lengi og afvopnunarsamningar hafa raknað upp einn af öðrum á undanförnum árum.“ Katrín ræðir hér við Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.Facebook Einnig átti Katrín tvíhliðafundi með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litháens og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Katrín átti fund með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litáens.Facebook Katrín ásamt Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Ríkisstjórn Rutte sprakk á dögunum og undirbýr hann sig nú fyrir kosningabaráttu.Facebook Núna er stefnan sett á Helsinki en þar mun Katrín, ásamt öðrum norrænum þjóðarleiðtogum, eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Katrín ásamt forsætisráðherrum Norðurlandanna og aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.Facebook Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Litháen Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til þessarar fallegu borgar og ég náði að skjótast á götuna sem kennd er við Ísland en eins og kunnugt er viðurkenndu Íslendingar sjálfstæði Litháens fyrst þjóða,“ segir Katrín í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Íslandsstræti í Vilnius fékk nafn sitt eftir að Ísland viðurkenndi lýðveldið Litáen, fyrst allra ríkja.Facebook Þar fer hún einnig um það sem farið var yfir á fundinum. Þar hafi verið fjallað um innrás Rússa í Úkraínu, stöðuna í stríðinu, aukið samstarf Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins og varnaráætlanir bandalagsins. Þá hafi inngöngu Finnlands í bandalagið verið fagnað og gefið vilyrði um að Svíþjóð verði bráðlega fullgildur meðlimur í því. Katrín segir að það megi teljast söguleg tíðindi. Katrín ræðir hér við Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Facebook „Fyrir utan öll þessi mál gerði ég afvopnunarmál að sérstöku umtalsefni en þar er staðan grafalvarleg. Kjarnorkuógnin er orðin áþreifanlegri en hún hefur verið lengi og afvopnunarsamningar hafa raknað upp einn af öðrum á undanförnum árum.“ Katrín ræðir hér við Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.Facebook Einnig átti Katrín tvíhliðafundi með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litháens og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Katrín átti fund með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litáens.Facebook Katrín ásamt Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Ríkisstjórn Rutte sprakk á dögunum og undirbýr hann sig nú fyrir kosningabaráttu.Facebook Núna er stefnan sett á Helsinki en þar mun Katrín, ásamt öðrum norrænum þjóðarleiðtogum, eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Katrín ásamt forsætisráðherrum Norðurlandanna og aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.Facebook
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Litháen Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Sjá meira