Katrín náði að skreppa í bæinn Máni Snær Þorláksson skrifar 12. júlí 2023 17:05 Katrín náði að skreppa í miðbæinn og sjá Íslandsstræti. Gatan fékk nafnið í þakklætisskyni eftir að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litáen fyrst allra þjóða árið 1991. Facebook Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þessa stundina stödd í Vilníus, höfuðborg Litáens, þar sem leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefur staðið yfir í gær og í dag. Katrín hefur ekki áður komið til borgarinnar og náði hún að skreppa í miðbæinn á götuna sem kennd er við Ísland. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til þessarar fallegu borgar og ég náði að skjótast á götuna sem kennd er við Ísland en eins og kunnugt er viðurkenndu Íslendingar sjálfstæði Litháens fyrst þjóða,“ segir Katrín í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Íslandsstræti í Vilnius fékk nafn sitt eftir að Ísland viðurkenndi lýðveldið Litáen, fyrst allra ríkja.Facebook Þar fer hún einnig um það sem farið var yfir á fundinum. Þar hafi verið fjallað um innrás Rússa í Úkraínu, stöðuna í stríðinu, aukið samstarf Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins og varnaráætlanir bandalagsins. Þá hafi inngöngu Finnlands í bandalagið verið fagnað og gefið vilyrði um að Svíþjóð verði bráðlega fullgildur meðlimur í því. Katrín segir að það megi teljast söguleg tíðindi. Katrín ræðir hér við Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Facebook „Fyrir utan öll þessi mál gerði ég afvopnunarmál að sérstöku umtalsefni en þar er staðan grafalvarleg. Kjarnorkuógnin er orðin áþreifanlegri en hún hefur verið lengi og afvopnunarsamningar hafa raknað upp einn af öðrum á undanförnum árum.“ Katrín ræðir hér við Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.Facebook Einnig átti Katrín tvíhliðafundi með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litháens og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Katrín átti fund með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litáens.Facebook Katrín ásamt Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Ríkisstjórn Rutte sprakk á dögunum og undirbýr hann sig nú fyrir kosningabaráttu.Facebook Núna er stefnan sett á Helsinki en þar mun Katrín, ásamt öðrum norrænum þjóðarleiðtogum, eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Katrín ásamt forsætisráðherrum Norðurlandanna og aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.Facebook Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Litháen Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til þessarar fallegu borgar og ég náði að skjótast á götuna sem kennd er við Ísland en eins og kunnugt er viðurkenndu Íslendingar sjálfstæði Litháens fyrst þjóða,“ segir Katrín í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Íslandsstræti í Vilnius fékk nafn sitt eftir að Ísland viðurkenndi lýðveldið Litáen, fyrst allra ríkja.Facebook Þar fer hún einnig um það sem farið var yfir á fundinum. Þar hafi verið fjallað um innrás Rússa í Úkraínu, stöðuna í stríðinu, aukið samstarf Úkraínu og Atlantshafsbandalagsins og varnaráætlanir bandalagsins. Þá hafi inngöngu Finnlands í bandalagið verið fagnað og gefið vilyrði um að Svíþjóð verði bráðlega fullgildur meðlimur í því. Katrín segir að það megi teljast söguleg tíðindi. Katrín ræðir hér við Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Facebook „Fyrir utan öll þessi mál gerði ég afvopnunarmál að sérstöku umtalsefni en þar er staðan grafalvarleg. Kjarnorkuógnin er orðin áþreifanlegri en hún hefur verið lengi og afvopnunarsamningar hafa raknað upp einn af öðrum á undanförnum árum.“ Katrín ræðir hér við Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.Facebook Einnig átti Katrín tvíhliðafundi með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litháens og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Katrín átti fund með Ingridu Šimonytė, forsætisráðherra Litáens.Facebook Katrín ásamt Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Ríkisstjórn Rutte sprakk á dögunum og undirbýr hann sig nú fyrir kosningabaráttu.Facebook Núna er stefnan sett á Helsinki en þar mun Katrín, ásamt öðrum norrænum þjóðarleiðtogum, eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. Katrín ásamt forsætisráðherrum Norðurlandanna og aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.Facebook
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Litháen Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira