Samþykkja minni hækkun launa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 17:54 Frá fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu. vísir/vilhelm Laun borgarfulltrúa hækka um 2,5 prósent frá fyrsta júlí síðastliðnum, í stað 7,88 prósent samkvæmt þróun launavísitölu frá nóvember 2022 til maí 2023. Borgarstjóri mun einnig óska eftir sömu breytingum á sínum launum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð hafi samþykkt að hækka launin minna vegna efnahagsaðstæðna. Þannig munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 963.647 krónum í 987.738 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því 24.091 kr. á mánuði utan launatengdra gjalda í stað hækkunar um 76.000 kr. væri launavísitölu fylgt. Álagsgreiðslur og starfskostnaður hækka hlutfallslega með sama hætti. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að laun borgarfulltrúa taki breytingum tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert og miðast hækkunin við þróun launavísitölu samkvæmt Samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Vísitala launa hækkaði um 7,88% frá nóvember 2022 og fram í maí síðastliðinn en vegna efnahagsaðstæðna er lagt til að hækkun á launum kjörinna fulltrúa verði minni en samþykktir borgarstjórnar gera ráð fyrir. Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 kr. til 42.160 kr. þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með. Starfskostnaður hækkar um 1.740 kr. og verður 71.334 kr. Samanlögð kostnaðaráhrif á árinu 2023 eru áætluð sjö milljónir króna miðað við tímabilið júlí til desember í stað 22,1 milljón ef tekið væri mið af þróun launavísitölu,“ segir í tilkynningu. Og ennfremur: „Þess má geta að borgarstjórn þáði ekki hækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2016.3.001 og samþykkti í framhaldinu breytingar þess eðlis að tekin var upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Efnahagsmál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð hafi samþykkt að hækka launin minna vegna efnahagsaðstæðna. Þannig munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 963.647 krónum í 987.738 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því 24.091 kr. á mánuði utan launatengdra gjalda í stað hækkunar um 76.000 kr. væri launavísitölu fylgt. Álagsgreiðslur og starfskostnaður hækka hlutfallslega með sama hætti. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að laun borgarfulltrúa taki breytingum tvisvar á ári samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert og miðast hækkunin við þróun launavísitölu samkvæmt Samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar. „Vísitala launa hækkaði um 7,88% frá nóvember 2022 og fram í maí síðastliðinn en vegna efnahagsaðstæðna er lagt til að hækkun á launum kjörinna fulltrúa verði minni en samþykktir borgarstjórnar gera ráð fyrir. Að jafnaði hækka laun kjörinna aðalfulltrúa í borgarstjórn á bilinu 24.091 kr. til 42.160 kr. þegar álagsgreiðslur hafa verið teknar með. Starfskostnaður hækkar um 1.740 kr. og verður 71.334 kr. Samanlögð kostnaðaráhrif á árinu 2023 eru áætluð sjö milljónir króna miðað við tímabilið júlí til desember í stað 22,1 milljón ef tekið væri mið af þróun launavísitölu,“ segir í tilkynningu. Og ennfremur: „Þess má geta að borgarstjórn þáði ekki hækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2016.3.001 og samþykkti í framhaldinu breytingar þess eðlis að tekin var upp tenging við launavísitölu til þess að endurspegla betur almenna launaþróun.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Efnahagsmál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira