Aron mætir bikarmeisturunum í fyrsta leik Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2023 13:31 Aron Pálmarsson og Gunnar Magnússon þekkjast vel frá íslenska landsliðinu og þeir munu mætast í fyrstu umferð Olís-deildarinnar í haust. Vísir/Vilhelm/Hulda Margrét Fyrsti leikur Arons Pálmarssonar á Íslandsmótinu í handbolta eftir heimkomuna til FH verður gegn bikarmeisturum Aftureldingar. Olís-deild kvenna hefst á stórleik á Hlíðarenda. Í vetur var tilkynnt um heimkomu landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar til FH eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. HSÍ hefur nú gefið út drög að leikjafyrirkomulagi fyrir næsta tímabil og í fyrsta leik Arons hér á landi síðan árið 2009 taka hann og félagar hans í FH á móti bikarmeisturum Aftureldingar. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð en nýliðar HK og Víkinga eiga erfið verkefni fyrir höndum, Víkingar mæta Val á útivelli í fyrsta leik á meðan HK tekur á móti Haukum sem fóru alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Margir höfðu kallað eftir því að fyrsti leikur Arons yrði Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka. Fyrri leikur liðanna á næsta tímabili fer fram þann 17. nóvember að Ásvöllum og sá síðari 5. apríl í Kaplakrika. Aron Pálmarsson fær sviðið 7.september og það á heimavelli. Hefði það drepið HSÍ að hafa hinsvegar FH - Haukar í 1.umferð í stað Hafnarfjörður - Mosfellsbær. Það er einhver púki að öskra á mig að Gunni Magg hafi haft eitthvað um þetta að segja. #Handkastið sem vonandi lifir áfram pic.twitter.com/X7no07VF8w— Arnar Daði (@arnardadi) July 12, 2023 Í kvennaflokki hefst Olís-deildin á stórleik þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Framara síðan á síðustu leiktíð. Einar Jónsson tók við þjálfun liðsins af Stefáni Arnarsyni og þá hefur liðið misst sterka leikmenn. Engu að síður eru leikir Vals og Fram alltaf hörkuslagir. Bikar- og deildarmeistarar ÍBV fer í heimsókn til Akureyrar í fyrstu umferðinni og leikur gegn KA/Þór. Nýliðar ÍR fá Aftureldingu í heimsókn og þá tekur Stjarnan á móti Haukum. Hægt er að skoða drög að leikjafyrirkomulaginu á vef HSÍ. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Olís-deild kvenna Olís-deild karla HSÍ Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Í vetur var tilkynnt um heimkomu landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar til FH eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku. HSÍ hefur nú gefið út drög að leikjafyrirkomulagi fyrir næsta tímabil og í fyrsta leik Arons hér á landi síðan árið 2009 taka hann og félagar hans í FH á móti bikarmeisturum Aftureldingar. Íslandsmeistarar ÍBV mæta Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferð en nýliðar HK og Víkinga eiga erfið verkefni fyrir höndum, Víkingar mæta Val á útivelli í fyrsta leik á meðan HK tekur á móti Haukum sem fóru alla leið í úrslit Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Margir höfðu kallað eftir því að fyrsti leikur Arons yrði Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka. Fyrri leikur liðanna á næsta tímabili fer fram þann 17. nóvember að Ásvöllum og sá síðari 5. apríl í Kaplakrika. Aron Pálmarsson fær sviðið 7.september og það á heimavelli. Hefði það drepið HSÍ að hafa hinsvegar FH - Haukar í 1.umferð í stað Hafnarfjörður - Mosfellsbær. Það er einhver púki að öskra á mig að Gunni Magg hafi haft eitthvað um þetta að segja. #Handkastið sem vonandi lifir áfram pic.twitter.com/X7no07VF8w— Arnar Daði (@arnardadi) July 12, 2023 Í kvennaflokki hefst Olís-deildin á stórleik þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Fram. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Framara síðan á síðustu leiktíð. Einar Jónsson tók við þjálfun liðsins af Stefáni Arnarsyni og þá hefur liðið misst sterka leikmenn. Engu að síður eru leikir Vals og Fram alltaf hörkuslagir. Bikar- og deildarmeistarar ÍBV fer í heimsókn til Akureyrar í fyrstu umferðinni og leikur gegn KA/Þór. Nýliðar ÍR fá Aftureldingu í heimsókn og þá tekur Stjarnan á móti Haukum. Hægt er að skoða drög að leikjafyrirkomulaginu á vef HSÍ. Olís-deild karla Olís-deild kvenna
Olís-deild kvenna Olís-deild karla HSÍ Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira