Samkvæmt BBC brutust slagsmálin út í kjölfar þriggja daga rökræðna sem átt hafa sér stað á kósovska þinginu um óeirðirnar í norðurhluta Kósovó.
Albin Kurti, forsætisráðherra Kósovó, var að ávarpa þingið þegar ráðherra stjórnarandstöðunnar reif ljósmynd af Kurti í sundur sem varð til þess að sauð upp úr.
Myndskeið af atvikinu má nálgast hér að neðan.
Mikil átök hafa átt sér stað í Kósovó nýlega vegna vaxandi spennu milli þjóðarbrota ríkisins, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi.