Eftir algjört eyðslufyllerí í síðustu tveimur félagsskiptagluggum er sannarlega komið að hreingerningu hjá Lundúnaliðinu og hver leikmaðurinn á fætur öðrum heldur nú á ný mið.
Pulisic er nýjasta dæmið, en hann er ganginn í raðir AC Milan fyrir 20 milljónir punda sem samsvarar tæplega 3,5 milljörðum króna. Leikmaðurinn skrifar undir fjögurra ára samning við ítalska liðið, með möguleika á eins árs framlengingu.
Eins og áður segir er Pulisic sá tíundi sem yfirgefur Chelsea í sumar, en áður hafði liðið selt Cesar Azpilicueta til Atlético Madrid, Mason Mount til Manchester United, Ruben Loftus-Cheek til AC Milan, Kai Havertz til Arsenal, Mateo Kovacic til Manchester City, Edouard Mendu til Al-Ahli, Kalidou Koulibaly til Al-Hilal og N'Golo Kante til Al-Ittihad.