„Ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað leiki fyrir landið sitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 07:02 Glódís Perla er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og vonandi verður fullur völlur, frábær stemning og góður fótbolti,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Finnlandi sem fram fer í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira