Steph Curry fór holu í höggi á stjörnugolfmóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 07:00 Steph Curry er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Isaiah Vazquez/Getty Images Körfuboltamaðurinn Steph Curry sýndi það og sannaði í gær að hann er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Curry tekur um þessar mundir þátt á stjörnugolfmótinu American Century Championship þar sem stjörnur á borð við Aaron Rodgers, Ray Allen, Ray Romano og Miles Teller leika listir sínar á golfvellinum. Mótið er punktakeppni og trónir Curry á toppnum eftir tvo hringi með 50 punkta, þremur meira en Joe Pavelski og Mardy Fish sem eru með 47 punkta í 2.-3. sæti. Það sem hjálpaði Curry líklega hvað mest að ná forskoti á mótinu var annars vegar örn á fjórðu holu á Edgewood Tahoe South-vellinum á fyrsta hring og svo hola í höggi á sjöundu holu í gær. Fyrir örninn nældi Curry sér í sex punkta og átta punkta fyrir að fara holu í höggi. Eins og gefur að skilja var Curry hæstánægður þegar hann sá kúluna detta ofan í holuna og fagnaði eins og óður maður með því að hlaupa alla leið frá teignum og inn á flöt til að staðfesta að kúlan hafi vissulega endað ofan í holunni. Þetta skemmtilega atvik má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. STEPH CURRY HOLE-IN-ONE. pic.twitter.com/7ONrBCKdfM— Hoop Central (@TheHoopCentral) July 15, 2023 Körfubolti NBA Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Curry tekur um þessar mundir þátt á stjörnugolfmótinu American Century Championship þar sem stjörnur á borð við Aaron Rodgers, Ray Allen, Ray Romano og Miles Teller leika listir sínar á golfvellinum. Mótið er punktakeppni og trónir Curry á toppnum eftir tvo hringi með 50 punkta, þremur meira en Joe Pavelski og Mardy Fish sem eru með 47 punkta í 2.-3. sæti. Það sem hjálpaði Curry líklega hvað mest að ná forskoti á mótinu var annars vegar örn á fjórðu holu á Edgewood Tahoe South-vellinum á fyrsta hring og svo hola í höggi á sjöundu holu í gær. Fyrir örninn nældi Curry sér í sex punkta og átta punkta fyrir að fara holu í höggi. Eins og gefur að skilja var Curry hæstánægður þegar hann sá kúluna detta ofan í holuna og fagnaði eins og óður maður með því að hlaupa alla leið frá teignum og inn á flöt til að staðfesta að kúlan hafi vissulega endað ofan í holunni. Þetta skemmtilega atvik má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. STEPH CURRY HOLE-IN-ONE. pic.twitter.com/7ONrBCKdfM— Hoop Central (@TheHoopCentral) July 15, 2023
Körfubolti NBA Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira