Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júlí 2023 12:47 Kosningabarátta DeSantis hefur farið heldur brösulega af stað. AP Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
DeSantis tilkynnti forsetaframboð sitt í lok maí þessa árs. Þá sagðist hann vera sá eini í forvali Repúblíkana sem eigi möguleika á að hafa betur gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum á næsta ári. Sá viðburður gekk ekki áfallalaust fyrir sig en mikið bar á tæknilegum vandræðum sem skyggðu á DeSantis. Minna en tveimur mánuðum eftir að DeSantis tilkynnti forsetaframboðið hefur hann þegar átt í erfiðleikum með að halda í fylgi og lotið í lægra haldi gegn Donald Trump í opinberum skoðanakönnunum. Þá hefur hann þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherfeð sinni. Ekki er vitað með vissu hve mörgum hann hefur sagt upp en samkvæmt frétt The New York Times eru þeir færri en tíu. Að auki eru horfurnar slæmar í tengslum við fjármögnun á kosningabaráttu DeSantis. Fjöldi mikilvægra bakhjarla sem höfðu gefið honum gaum eru nú óvissir um framgöngu hans í kosningunum. Þrjár milljónir dollara eftir forkosningar Í fjárhagsuppgjöri DeSantis við alríkisjörstjórn Bandaríkjanna kemur fram að hann hafi safnað um tuttugu milljón dollurum fyrir herferðinni en hafi þegar eytt átta milljónum. Af tólf milljónum sem hann á eftir má hann eyða í mesta lagi níu milljónum í forkosningunum. Þá telur það sem eftir stendur í eiginlegu kosningunum, komist hann svo langt. Þá kemur einnig fram að hann hafi ráðið óvenjulega marga starfsmenn miðað við hve langt er í kosningar. Að auki hafi óhóflega mikið fjármagn farið í ferðalög DeSantis, sér í lagi flugferðir með einkaflugvélum, og stafrænar auglýsingar. Þá hafi hann greitt WinRed, fyrirtæki sem tekur á móti fjárframlögum til frambjóðenda, eina milljón dollara. Kunnuglegt stef Til eru fleiri dæmi um að frambjóðendur eyði of miklum peningum sem leiðir til vandræða í forkosningum Repúblíkanaflokksins. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, neyddist til að draga forsetaframboð sitt til baka í september árið 2015 vegna þess að hann var í mikilli skuld. Frambjóðendur Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna eru nú tólf talsins. Meðal þeirra eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Mike Pence fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Texas.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47
Pence býður sig fram Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. 5. júní 2023 15:51
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30