Safnar fyrir útfararkostnaði dótturdóttur sinnar sem var skotin til bana Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 15:09 Iyanna Brown ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri: Iyanna Brown, Elijah Brown, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, Michael Mency og Esther María Mency. Aðsent Hin 23 ára gamla Iyanna Brown var skotin voveiflega til bana á fimmtudag í Detroit í Bandaríkjunum. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, hefur sett af stað söfnun fyrir útfarakostnaðinum. Fjölmiðlar í Detroit segja að Iyanna hafi verið stödd í bíl á Binder-stræti í Detroit þegar hún var skotin til bana rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Bíllinn sem Iyanna sat í þegar morðið var framið í Detroit.Skjáskot Lögreglan í Detroit rannsakar nú morðið á Iyönnu en það er enn óvitað hver skaut hana til bana eða hver tildrög skotárásarinnar voru. Iyanna á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Samkvæmt DV er Esther María sjúkraliði og bjuggu þær mæðgur um tíma á Íslandi eftir að Iyanna fæddist. Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði. Safna fyrir útförinni Ingunn Ása hefur nú komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði og glötuðum tekjum Estherar Maríu vegna andlátsins á vefsíðunni Gofund.me. Iyanna Brown ásamt móður sinni, Esther Maríu Mency.Aðsent Ingunn sagði í viðtali við Vísi að öll hjálp væri vel þegin og að erfitt væri að standa straum af jarðarfararkostnaðinum sem getur slagað upp í 10 þúsund Bandaríkjadali. Á söfnunarsíðunni má einnig lesa fallegar lýsingar Ingunnar á dótturdóttur sinni. Þar segir meðal annars „Iyanna var falleg ung kona. Hún var fyndin, klár og færði okkur svo mikla gleði.“ „Hún var ekki aðeins yndislegt barnabarn heldur einnig yndisleg dóttir. Eftir því sem hún komst til ára varð hún besta vinkona móður sinnar. Saman hlógu þær og hún elskaði ekkert meira en heimagerðan mat móður sinnar.“ Þá segir einnig að hún hafi verið frábær stóra systir bróður síns, hins átján ára Elijah. Sársaukinn og sorgin sem hann finni nú fyrir sé gríðarlegur. Iyanna ásamt bróður sínum, Elijah Brown.Aðsent Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fjölmiðlar í Detroit segja að Iyanna hafi verið stödd í bíl á Binder-stræti í Detroit þegar hún var skotin til bana rétt eftir miðnætti á fimmtudag. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Bíllinn sem Iyanna sat í þegar morðið var framið í Detroit.Skjáskot Lögreglan í Detroit rannsakar nú morðið á Iyönnu en það er enn óvitað hver skaut hana til bana eða hver tildrög skotárásarinnar voru. Iyanna á ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Samkvæmt DV er Esther María sjúkraliði og bjuggu þær mæðgur um tíma á Íslandi eftir að Iyanna fæddist. Iyanna gekk þá í leikskóla í Hafnarfirði. Safna fyrir útförinni Ingunn Ása hefur nú komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaði og glötuðum tekjum Estherar Maríu vegna andlátsins á vefsíðunni Gofund.me. Iyanna Brown ásamt móður sinni, Esther Maríu Mency.Aðsent Ingunn sagði í viðtali við Vísi að öll hjálp væri vel þegin og að erfitt væri að standa straum af jarðarfararkostnaðinum sem getur slagað upp í 10 þúsund Bandaríkjadali. Á söfnunarsíðunni má einnig lesa fallegar lýsingar Ingunnar á dótturdóttur sinni. Þar segir meðal annars „Iyanna var falleg ung kona. Hún var fyndin, klár og færði okkur svo mikla gleði.“ „Hún var ekki aðeins yndislegt barnabarn heldur einnig yndisleg dóttir. Eftir því sem hún komst til ára varð hún besta vinkona móður sinnar. Saman hlógu þær og hún elskaði ekkert meira en heimagerðan mat móður sinnar.“ Þá segir einnig að hún hafi verið frábær stóra systir bróður síns, hins átján ára Elijah. Sársaukinn og sorgin sem hann finni nú fyrir sé gríðarlegur. Iyanna ásamt bróður sínum, Elijah Brown.Aðsent
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16. júlí 2023 19:22