Körfubolti

Þjálfari Kefla­víkur náði í dóttur sína úr Njarð­víkur­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lovísa Bylgja Sverrisdóttir boðin velkomin í Keflavík þar sem hún fetar í fótspor bæði föður og móður.
Lovísa Bylgja Sverrisdóttir boðin velkomin í Keflavík þar sem hún fetar í fótspor bæði föður og móður. Fésbókin/Keflavík Karfa

Lovísa Bylgja Sverrisdóttir hefur skipt á milli Reykjanesbæjarliðanna en hún fer úr Njarðvík yfir í Keflavík fyrir komandi tímabil í kvennakörfunni.

Hin sautján ára Lovísa Bylgja er efnilegur bakvörður sem hefur fengið sín fyrstu tækifæri í Subway deildinni undanfarin ár auk þess að spila einnig með Hamar/Þór í fyrstu deildinni.

Lovísa var þá með 2,8 stig og 1,3 stoðsendingu á 12,2 mínútum í leik síðasta vetur en hún tók alls þátt í sautján leikjum með Njarðvík í Subway deildinni.

Lovísa þekkir vel þjálfarann hjá nýja liði sínu en það er faðir hennar Sverrir Þór Sverrisson sem nýverið tók aftur við meistaraflokki kvenna hjá Keflavík. Sverrir Þór gerði Keflavík að Íslandsmeisturum kvenna í tvígang (2005 og 2017) auk þess að gera Njarðvíkurkonur að Íslandsmeisturum 2012.

Lovísa fylgir líka í fótspor móður sinnar, Auður R. Jónsdóttur, sem lék einnig með bæði Njarðvík og Keflavíkur í efstu deild á sínum tíma.

Auður er leikjahæsti leikmaður Njarðvíkur í efstu deild kvenna en hún lék með Keflavík timabilið 2005 til 2006 þá nýbúin að eignast Lovísu.

Sverrir Þór sjálfur lék stærsta hluta feril síns með Keflavík en hann náði einnig að spila þrjú tímabil með Njarðvík, fyrst 1995-1997 og svo aftur 2007-08.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×