Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 16:48 Nýja lyfið er þróað af bandaríska lyfjafyrirtækinu Lilly & Co. Ap/Darron Cummings Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans. Mótefnalyfið donanemab er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer's. Ekki er um lækningu að ræða heldur lyf sem gæti gert sjúkdóminn viðráðanlegri og haldið aftur af honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í rannsóknarniðurstöður sem birtust í fræðiritinu JAMA í dag. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort notkun lyfsins verði leyfð þar í landi. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið hafi hægt á framgangi Alzheimer's sjúkdómsins um þriðjung og þannig gert fólki kleift að ráða betur við daglegar athafnir á borð við eldamennsku og að sinna áhugamálum. Sjúklingar sem fengu lyfið mánaðarlega í æð hrakaði um fjórum til sjö mánuðum hægar en þeir sem fengu lyfleysu. Ekki fyrsta lyfið af þessum toga sem kemur fram á sjónarsviðið Donanemab er þróað af fyrirtækinu Eli Lilly og virkar á svipaðan hátt og lyfið lecanemab. Það síðarnefnda komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar talið var sýnt fram á að það gæti hægt á framþróun sjúkdómsins hjá þeim sem greinast mjög snemma. Rannsóknarniðurstöður fyrir Donanemab eru sagðar lofa góðu en áhætta fylgir þó notkun lyfsins. Aukaverkanir á borð við heilabólgur fundust hjá um þriðjungi þátttakenda í rannsókninni. Í flestum tilfellum virtist þetta ganga til baka án vandkvæða en talið er að tveir, eða jafnvel þrír, einstaklingar hafi látist af völdum hættulegrar bólgu í heila. Leyfisumsókn fyrir annað mótefnalyf gegn Alzheimer's sem ber heitið aducanumab var nýlega hafnað af evrópskum lyfjayfirvöldum vegna efasemda um öryggi þess og skorts á gögnum sem studdu fullyrðingar um jákvæða virkni þess. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Vísindi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Mótefnalyfið donanemab er talið hafa jákvæð áhrif á fyrstu stigum sjúkdómsins með því að fjarlægja prótein sem safnast upp í heilum fólks með Alzheimer's. Ekki er um lækningu að ræða heldur lyf sem gæti gert sjúkdóminn viðráðanlegri og haldið aftur af honum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í rannsóknarniðurstöður sem birtust í fræðiritinu JAMA í dag. Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort notkun lyfsins verði leyfð þar í landi. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið hafi hægt á framgangi Alzheimer's sjúkdómsins um þriðjung og þannig gert fólki kleift að ráða betur við daglegar athafnir á borð við eldamennsku og að sinna áhugamálum. Sjúklingar sem fengu lyfið mánaðarlega í æð hrakaði um fjórum til sjö mánuðum hægar en þeir sem fengu lyfleysu. Ekki fyrsta lyfið af þessum toga sem kemur fram á sjónarsviðið Donanemab er þróað af fyrirtækinu Eli Lilly og virkar á svipaðan hátt og lyfið lecanemab. Það síðarnefnda komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar talið var sýnt fram á að það gæti hægt á framþróun sjúkdómsins hjá þeim sem greinast mjög snemma. Rannsóknarniðurstöður fyrir Donanemab eru sagðar lofa góðu en áhætta fylgir þó notkun lyfsins. Aukaverkanir á borð við heilabólgur fundust hjá um þriðjungi þátttakenda í rannsókninni. Í flestum tilfellum virtist þetta ganga til baka án vandkvæða en talið er að tveir, eða jafnvel þrír, einstaklingar hafi látist af völdum hættulegrar bólgu í heila. Leyfisumsókn fyrir annað mótefnalyf gegn Alzheimer's sem ber heitið aducanumab var nýlega hafnað af evrópskum lyfjayfirvöldum vegna efasemda um öryggi þess og skorts á gögnum sem studdu fullyrðingar um jákvæða virkni þess.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Vísindi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira