Ráðist í lagabreytingar í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2023 06:35 Þrír létust í brunanum. Vísir/Egill Innviðaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu til að tryggja að sem réttastar upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma um búsetu fólks. Þetta kemur fram í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem vísað er til vinnu starfshóps sem ráðherra skipaði um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu en verkefni hans var að fylgja eftir fjórum tillögum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem fram komu í skýrslu sem unnin var í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg 1. Þrír létust í brunanum. „Opinberar upplýsingar um búsetu í íbúðarhúsnæði byggja á lögheimils- og aðsetursskráningu hjá Þjóðskrá. Engar takmarkanir eru þó á fjölda lögheimilisskráninga á hverja íbúð sem býður upp á að mun fleiri séu skráðir til heimilis í íbúð en búa þar í raun. Raunverulegt aðsetur þessa fólks er þá á huldu,“ segir í Samráðsgáttinni. „Þá liggur fyrir að mikill fjöldi fólks, vel á 4 þúsund manns, er skráður óstaðsettur í hús í Þjóðskrá. Talið er að stór hluti þessa hóps hafi búsetu í svonefndu óleyfishúsnæði þar sem hvorki er heimilt að skrá lögheimili né aðsetur. Afar mikilvægt er út frá öryggissjónarmiðum að sem réttastar upplýsingar um búsetu fólks liggi fyrir á hverjum tíma. Snýr það m.a. að því að tryggja rétt viðbragð ef upp kemur vá, s.s. við bruna, en einnig að því að hægt sé að tryggja fullnægjandi eftirlit með brunavörnum í húsnæði sem nýtt er til búsetu.“ Einnig sé mikilvægt að eftirlitsaðilar hafi skýrar heimildir til eftirlits með húsnæði sem nýtt sé sem íbúðarhúsnæði og jafnframt að við brotum liggi skýr viðurlög sem hafi raunveruleg varnaðaráhrif. Því standi til að breyta lögum til að: - tryggja nauðsynlegar lagaheimildir til að takmarka fjölda lögheimilisskráninga í íbúð, - heimila tímabundnar aðsetursskráningar í annars konar húsnæði en íbúðarhúsnæði og eftir atvikum rýmka heimildir til veitingar húsnæðisbóta þannig að þær hvetji til réttrar skráningar aðseturs, - og tryggja fullnægjandi lagaheimildir til aðgangs að húsnæði og beitingu viðurlaga ef um brot er að ræða. Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Húsnæðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þetta kemur fram í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem vísað er til vinnu starfshóps sem ráðherra skipaði um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu en verkefni hans var að fylgja eftir fjórum tillögum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem fram komu í skýrslu sem unnin var í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg 1. Þrír létust í brunanum. „Opinberar upplýsingar um búsetu í íbúðarhúsnæði byggja á lögheimils- og aðsetursskráningu hjá Þjóðskrá. Engar takmarkanir eru þó á fjölda lögheimilisskráninga á hverja íbúð sem býður upp á að mun fleiri séu skráðir til heimilis í íbúð en búa þar í raun. Raunverulegt aðsetur þessa fólks er þá á huldu,“ segir í Samráðsgáttinni. „Þá liggur fyrir að mikill fjöldi fólks, vel á 4 þúsund manns, er skráður óstaðsettur í hús í Þjóðskrá. Talið er að stór hluti þessa hóps hafi búsetu í svonefndu óleyfishúsnæði þar sem hvorki er heimilt að skrá lögheimili né aðsetur. Afar mikilvægt er út frá öryggissjónarmiðum að sem réttastar upplýsingar um búsetu fólks liggi fyrir á hverjum tíma. Snýr það m.a. að því að tryggja rétt viðbragð ef upp kemur vá, s.s. við bruna, en einnig að því að hægt sé að tryggja fullnægjandi eftirlit með brunavörnum í húsnæði sem nýtt er til búsetu.“ Einnig sé mikilvægt að eftirlitsaðilar hafi skýrar heimildir til eftirlits með húsnæði sem nýtt sé sem íbúðarhúsnæði og jafnframt að við brotum liggi skýr viðurlög sem hafi raunveruleg varnaðaráhrif. Því standi til að breyta lögum til að: - tryggja nauðsynlegar lagaheimildir til að takmarka fjölda lögheimilisskráninga í íbúð, - heimila tímabundnar aðsetursskráningar í annars konar húsnæði en íbúðarhúsnæði og eftir atvikum rýmka heimildir til veitingar húsnæðisbóta þannig að þær hvetji til réttrar skráningar aðseturs, - og tryggja fullnægjandi lagaheimildir til aðgangs að húsnæði og beitingu viðurlaga ef um brot er að ræða.
Bruni á Bræðraborgarstíg Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Slysavarnir Húsnæðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira