Hvimleitt vandamál í sundlauginni á Laugum: „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. júlí 2023 16:32 Magnús Már Þorvaldsson þurfti að loka sundlauginni í dag vegna andaskítsins. Hún hefur þó verið opnuð aftur núna. Facebook/Aðsend Loka þurfti sundlauginni á Laugum í Þingeyjarsveit í dag og í gær sökum þess hve mikill andaskítur var í lauginni. Magnús Már Þorvaldsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum segir að óhætt sé að halda því fram að um hvimleitt vandamál sé að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem endur taka upp á því að skíta í sundlaugina á Laugum. „Við höfum svo sem lent í þessu nokkrum sinnum áður. Til að mynda í Covid-lokuninni, þá voru endur sem virtu ekki lokun sundlaugarinnar og syntu á henni með tilheyrandi skít,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Þetta gerist einnig gjarnan á útmánuðum á vorin þegar andarungarnir eru litlir. Þá lendi þau í vandræðum með endurnar í lauginni og skítinn frá þeim. „En ég get sko sagt þér það að ég hef aldrei séð neitt þessu líkt eins og þetta var í fyrramorgun. Laugin var bara beinlínis útötuð í andaskít.“ Einn sundlaugargestur sagði við Magnús að líklega væri um að ræða stokkendur, þær skíti mikið. „Það hef ég aldeilis fengið að upplifa, þetta er fáránlegt,“ segir hann. „Það er eitt að vera með útisundlaug og það fýkur yfir laugina sandur og annað sem sest niður á botninn, það er enginn sem kippir sér upp við það, það vita það allir. En þetta er ógeðslegt því þegar þú ferð í gegnum þetta þá þyrlast þetta upp og þú ert að synda í skít, þetta er bara ógeð.“ „Þetta er bara ógeð,“ segir forstöðumaðurinn um skítinn.Facebook Endurnar komi líklega aftur í nótt Til að kljást við andaskítinn og annað sem ekki á heima í sundlauginni er notast við ryksuguróbot sem þrífur laugina. Þegar Magnús mætti í gær og sá allan andaskítinn skellti hann róbotinum í laugina. Það tók þó dágóða stund fyrir róbotinn að klára að þrífa laugina. Klukkan hálf þrjú var hægt að opna laugina á ný. Það er þó ljóst að endurnar létu aftur til skarar skríða í nótt því þegar Magnús mætti í morgun var laugin aftur full af andaskít. Aftur þurfti að kalla út róbotinn til vinnu en í þetta skipti dugði það ekki. „Róbotinn okkar reyndist vera bilaður,“ segir Magnús sem þurfti þá að fá annan róbot að láni frá sundlaug Grenivíkur. Klukkan 15:30 í dag var róbotinn frá Grenivík búinn að þrífa laugina og þá var hægt að opna hana aftur. Gert er þó ráð fyrir að þetta ferli hefjist aftur á morgun, miðað við það hve vel öndunum líkar við sundlaugina á Laugum. „Þetta er ákaflega hvimleitt. Það er spurning hvaða leiðir eru færar til þess að verjast þessu. Af því við fáum þær pottþétt aftur til okkar í nótt.“ Fuglahræða og næturvakt hjá róbotinum dugi ekki Gripið hefur verið til þeirra ráða að setja upp fuglahræðu sem klædd er appelsínugulum vinnubúningi til að halda öndunum frá lauginni. Það virðist þó vera sem endurnar kippi sér lítið upp við það. Það hefur þó sýnt sig að það að hafa róbotinn í gangi á næturnar geti fælt endurnar. Þessi fuglahræða virðist ekki duga til að hræða endurnar á Laugum.Facebook „En það virtist ekki duga í nótt. Þegar ég kom hérna klukkan sjö í morgun voru þær bara að synda hér í rólegheitum á sundlauginni eins og hún væri tjörnin þeirra,“ segir Magnús. Endurnar hafi svo flogið í burtu um leið og þær gerðu sér grein fyrir því að forstöðumaðurinn væri mættur á svæðið. Magnús segir að það hafi hvarflað að honum að vakta sundlaugina yfir nóttina. Þá líst honum vel á þá hugmynd að hafa sundlaugina opna á næturnar til að fæla endurnar frá. „Ég held við ættum bara að fara að skoða það að vera með næturopnun, að minnsta kosti á þeim tíma sem þær eru líklegar til að sitja hérna og skíta í laugina okkar.“ Þingeyjarsveit Sundlaugar Fuglar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem endur taka upp á því að skíta í sundlaugina á Laugum. „Við höfum svo sem lent í þessu nokkrum sinnum áður. Til að mynda í Covid-lokuninni, þá voru endur sem virtu ekki lokun sundlaugarinnar og syntu á henni með tilheyrandi skít,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Þetta gerist einnig gjarnan á útmánuðum á vorin þegar andarungarnir eru litlir. Þá lendi þau í vandræðum með endurnar í lauginni og skítinn frá þeim. „En ég get sko sagt þér það að ég hef aldrei séð neitt þessu líkt eins og þetta var í fyrramorgun. Laugin var bara beinlínis útötuð í andaskít.“ Einn sundlaugargestur sagði við Magnús að líklega væri um að ræða stokkendur, þær skíti mikið. „Það hef ég aldeilis fengið að upplifa, þetta er fáránlegt,“ segir hann. „Það er eitt að vera með útisundlaug og það fýkur yfir laugina sandur og annað sem sest niður á botninn, það er enginn sem kippir sér upp við það, það vita það allir. En þetta er ógeðslegt því þegar þú ferð í gegnum þetta þá þyrlast þetta upp og þú ert að synda í skít, þetta er bara ógeð.“ „Þetta er bara ógeð,“ segir forstöðumaðurinn um skítinn.Facebook Endurnar komi líklega aftur í nótt Til að kljást við andaskítinn og annað sem ekki á heima í sundlauginni er notast við ryksuguróbot sem þrífur laugina. Þegar Magnús mætti í gær og sá allan andaskítinn skellti hann róbotinum í laugina. Það tók þó dágóða stund fyrir róbotinn að klára að þrífa laugina. Klukkan hálf þrjú var hægt að opna laugina á ný. Það er þó ljóst að endurnar létu aftur til skarar skríða í nótt því þegar Magnús mætti í morgun var laugin aftur full af andaskít. Aftur þurfti að kalla út róbotinn til vinnu en í þetta skipti dugði það ekki. „Róbotinn okkar reyndist vera bilaður,“ segir Magnús sem þurfti þá að fá annan róbot að láni frá sundlaug Grenivíkur. Klukkan 15:30 í dag var róbotinn frá Grenivík búinn að þrífa laugina og þá var hægt að opna hana aftur. Gert er þó ráð fyrir að þetta ferli hefjist aftur á morgun, miðað við það hve vel öndunum líkar við sundlaugina á Laugum. „Þetta er ákaflega hvimleitt. Það er spurning hvaða leiðir eru færar til þess að verjast þessu. Af því við fáum þær pottþétt aftur til okkar í nótt.“ Fuglahræða og næturvakt hjá róbotinum dugi ekki Gripið hefur verið til þeirra ráða að setja upp fuglahræðu sem klædd er appelsínugulum vinnubúningi til að halda öndunum frá lauginni. Það virðist þó vera sem endurnar kippi sér lítið upp við það. Það hefur þó sýnt sig að það að hafa róbotinn í gangi á næturnar geti fælt endurnar. Þessi fuglahræða virðist ekki duga til að hræða endurnar á Laugum.Facebook „En það virtist ekki duga í nótt. Þegar ég kom hérna klukkan sjö í morgun voru þær bara að synda hér í rólegheitum á sundlauginni eins og hún væri tjörnin þeirra,“ segir Magnús. Endurnar hafi svo flogið í burtu um leið og þær gerðu sér grein fyrir því að forstöðumaðurinn væri mættur á svæðið. Magnús segir að það hafi hvarflað að honum að vakta sundlaugina yfir nóttina. Þá líst honum vel á þá hugmynd að hafa sundlaugina opna á næturnar til að fæla endurnar frá. „Ég held við ættum bara að fara að skoða það að vera með næturopnun, að minnsta kosti á þeim tíma sem þær eru líklegar til að sitja hérna og skíta í laugina okkar.“
Þingeyjarsveit Sundlaugar Fuglar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent