Skoraði þrennu á móti Ronaldo og fékk mynd af sér með honum í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 11:31 Jörgen Strand Larsen með Cristiano Ronaldo eftir leikinn. Instagram/@strandlarsen Norski framherjinn Jörgen Strand Larsen var stærsta stjarnan í fyrsta undirbúningsleiknum hjá liði Cristiano Ronaldo. Spænska liðið Celta Vigo vann þá 5-0 sigur á Al-Nassr. Larsen skoraði þrennu í leiknum en Cristiano Ronaldo var markalaus eins og liðsfélagar hans. „Það er alltaf gaman að skora mörk. Það er það skemmtilegasta við fótboltann og þetta var sérstök stund þegar ég fékk að hitta Ronaldo sjálfan,“ sagði Jörgen Strand Larsen við norska ríkisútvarpið. Ronaldo spilaði aðeins fyrri hálfleikinn í leiknum. „Það var gaman að sjá hversu góður hann er enn þá þrátt fyrir að vera orðinn svona gamall. Það var tilkomumikið,“ sagði Larsen. Larsen hitti Ronaldo eftir leikinn og fékk mynd af sér með honum. „Það var alveg geggjað. Ég var að vonast eftir því að hann myndi hrósa mér fyrir þrennuna en hann sagði ekkert nema að óska mér góðs gengis á tímabilinu. Ég ímyndaði mér að það væri mikið uppistand í kringum hann og ég var því ekkert að biðja um treyjuna hans,“ sagði Larsen. „Ég var smá stjörnustjarfur. Ég hélt að ég yrði það ekki en þetta er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma ef ekki sá besti,“ sagði Larsen. Jörgen Strand Larsen er 23 ára gamall og 193 sentímetrar á hæð. Hann er á sínu öðru ári með Celta Vigo eftir að hafa spilað áður í tvö tímabil með Groningen í Hollandi. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Sarpsborg 08 í Noregi. View this post on Instagram A post shared by Jørgen Strand Larsen (@strandlarsen) Sádiarabíski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Spænska liðið Celta Vigo vann þá 5-0 sigur á Al-Nassr. Larsen skoraði þrennu í leiknum en Cristiano Ronaldo var markalaus eins og liðsfélagar hans. „Það er alltaf gaman að skora mörk. Það er það skemmtilegasta við fótboltann og þetta var sérstök stund þegar ég fékk að hitta Ronaldo sjálfan,“ sagði Jörgen Strand Larsen við norska ríkisútvarpið. Ronaldo spilaði aðeins fyrri hálfleikinn í leiknum. „Það var gaman að sjá hversu góður hann er enn þá þrátt fyrir að vera orðinn svona gamall. Það var tilkomumikið,“ sagði Larsen. Larsen hitti Ronaldo eftir leikinn og fékk mynd af sér með honum. „Það var alveg geggjað. Ég var að vonast eftir því að hann myndi hrósa mér fyrir þrennuna en hann sagði ekkert nema að óska mér góðs gengis á tímabilinu. Ég ímyndaði mér að það væri mikið uppistand í kringum hann og ég var því ekkert að biðja um treyjuna hans,“ sagði Larsen. „Ég var smá stjörnustjarfur. Ég hélt að ég yrði það ekki en þetta er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma ef ekki sá besti,“ sagði Larsen. Jörgen Strand Larsen er 23 ára gamall og 193 sentímetrar á hæð. Hann er á sínu öðru ári með Celta Vigo eftir að hafa spilað áður í tvö tímabil með Groningen í Hollandi. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Sarpsborg 08 í Noregi. View this post on Instagram A post shared by Jørgen Strand Larsen (@strandlarsen)
Sádiarabíski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira