Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2023 08:55 Þeir sem geta ekki komið sér inn í loftkæld rými eru í yfir 32 stiga hita allan sólahringinn. Getty/George Rose Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. Gríðarleg hitabylgja gengur nú yfir Bandaríkin og BBC hefur eftir sjúkraflutningamanninum David Schilling, sem starfar í Las Vegas, að útköllum hafi fjölgað um allt að 40 prósent. Fjölgunina megi að mestu rekja til ferðamanna, sem séu óvanir hitanum. Áður en hitabylgjan skall á hafði verið óvenju „kalt“ í Las Vegas í marga mánuði, þar sem hitinn var undir 38 stigum 260 daga í röð. Schilling segir hitabylgjuna hafa læðst aftan að fólki. „Við sjáum fólk sem er ringlað, með hraðan hjartslátt; fólk er að falla í yfirlið, þetta er því ofviða,“ segir hann. Margir átti sig ekki á hinum löngu vegalengdum sem fólk þarf að ganga í Las Vegas og margir séu að ofþorna. Að sögn veðurfræðingsins Trevor Boucher hækkar hitinn aðeins lítillega yfir nóttina og fari sums staðar ekki niður fyrir 32 stig allan sólahringinn. Þeir sem ekki hafi aðgang að loftkælingu séu fastir í þessum mikla hita allan daginn og allar nætur. CNN hefur eftir læknum að hitinn sé að verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Bráðalæknirinn Frank LoVecchio segir „yfirflæði“ sjúklinga á Valleywise Health Medical Center í Phoenix ekki hafa verið jafn mikið frá því í kórónuveirufaraldrinum. Sums staðar hafa heilbrigðisstarfsmenn gripið til þess ráðs að kæla sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, með því að koma þeim fyrir í líkpokum sem hafa verið fylltir af klaka. Læknirinn Geoff Comp, sem er sagður hafa þróað meðferðina, segir líkpokana tilvalda til að kæla niður sjúklingana og að aðferðin sé allt að tvisvar sinnum fljótvirkari en aðrar aðferðir. Pokarnir eru einangrandi en einnig nógu opnir til að veita læknum greitt aðgengi að sjúklingnum. Veður Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Gríðarleg hitabylgja gengur nú yfir Bandaríkin og BBC hefur eftir sjúkraflutningamanninum David Schilling, sem starfar í Las Vegas, að útköllum hafi fjölgað um allt að 40 prósent. Fjölgunina megi að mestu rekja til ferðamanna, sem séu óvanir hitanum. Áður en hitabylgjan skall á hafði verið óvenju „kalt“ í Las Vegas í marga mánuði, þar sem hitinn var undir 38 stigum 260 daga í röð. Schilling segir hitabylgjuna hafa læðst aftan að fólki. „Við sjáum fólk sem er ringlað, með hraðan hjartslátt; fólk er að falla í yfirlið, þetta er því ofviða,“ segir hann. Margir átti sig ekki á hinum löngu vegalengdum sem fólk þarf að ganga í Las Vegas og margir séu að ofþorna. Að sögn veðurfræðingsins Trevor Boucher hækkar hitinn aðeins lítillega yfir nóttina og fari sums staðar ekki niður fyrir 32 stig allan sólahringinn. Þeir sem ekki hafi aðgang að loftkælingu séu fastir í þessum mikla hita allan daginn og allar nætur. CNN hefur eftir læknum að hitinn sé að verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Bráðalæknirinn Frank LoVecchio segir „yfirflæði“ sjúklinga á Valleywise Health Medical Center í Phoenix ekki hafa verið jafn mikið frá því í kórónuveirufaraldrinum. Sums staðar hafa heilbrigðisstarfsmenn gripið til þess ráðs að kæla sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, með því að koma þeim fyrir í líkpokum sem hafa verið fylltir af klaka. Læknirinn Geoff Comp, sem er sagður hafa þróað meðferðina, segir líkpokana tilvalda til að kæla niður sjúklingana og að aðferðin sé allt að tvisvar sinnum fljótvirkari en aðrar aðferðir. Pokarnir eru einangrandi en einnig nógu opnir til að veita læknum greitt aðgengi að sjúklingnum.
Veður Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira