Fótbolti

Gunnhildur Yrsa hætt í landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar einu af fjórtán landsliðsmörkum sínum.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar einu af fjórtán landsliðsmörkum sínum. vísir/hulda margrét

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland sigraði Austurríki, 0-1, í vináttulandsleik í gær.

„Þetta var síðasti leikurinn minn. Ég er búinn að hugsa þetta lengi. Það kemur alltaf sá tímapunktur á ferlinum þar sem maður þarf að segja þetta gott,“ sagði Gunnhildur í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austurríki í gær.

„Ég er búin að hugsa þetta lengi. Ég var ekki viss um hvort ég ætlaði í þetta verkefni en ég vildi fá að kveðja stelpurnar almennilega. Ég hef verið ógeðslega stolt þegar ég hef klæðst þessari treyju. Í hvert einasta sinn er ég jafn stolt. Líkaminn er byrjaður að segja til sín og þessi unga kynslóð er bara tilbúin í þetta. Ég er ógeðslega spennt að fylgjast með þeim.“

Gunnhildur, sem er 35 ára, lék 102 landsleiki og skoraði fjórtán mörk. Hún lék með íslenska liðinu á EM 2017 og 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×