Mögnuð úrslit hjá Klaksvík sem tryggði sér sæti í annarri umferð Meistaradeildarinnar Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 19:00 Luc Kassi fagnar marki í leiknum í dag. Vísir/Getty Færeyska liðið Klaksvík er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir magnaðan 3-0 sigur gegn Ferencvaros í Ungverjalandi í dag. Fyrir einvígi Klaksvíkur og Ferencvaros bjuggust flestir við sigri ungverska stórliðsins sem hefur orðið meistari í heimalandinu síðustu fimm árin og langoftast allra liða. Liðið komst í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fyrra eftir að unnið sinn riðil en í riðli þeirra voru einnig lið Monaco, Trabzonspor og Rauðu Stjörnunnar. Í 16-liða úrslitum féll liðið úr leik eftir einvígi gegn Bayern Leverkusen. Fyrri leikur Klaksvíkur og Ferencvaros sem fram fór í Færeyjum lauk með 0-0 jafntefli og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Þar voru Færeyingarnir hins vegar mun sterkari aðilinn. Liðið komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleiknum eftir tvö mörk frá Arni Fredriksberg og eitt frá Luc Kassi. Ok we're going to have to completely re-write this now Beyond static for @KI_Klaksvik for by far and away the most impressive away result for a Faroese side in the Champions League without a doubt. Maybe best result end of. Left: Ferencvaros (pop 60,000+)Right: https://t.co/2kFn6ESAvY pic.twitter.com/3IhcgcwOH2— Nordic Footy (@footy_nordic) July 19, 2023 Í síðari hálfleik náðu leikmenn Klaksvíkur að halda velli og þrátt fyrir sókn Ferencvaros lauk leiknum með 3-0 sigri Klaksvíkur. Mögnuð úrslit en þetta er í annað sinn sem Klaksvík kemst í aðra umferð Meistaradeildarinnar. Það gerðist einnig árið 2020 en þá komst liðið áfram úr fyrstu umferð án þess að spila þar sem lið Slovan Bratislava þurfti að gefa einvígið eftir að leikmenn og þjálfari liðsins höfðu greinst með Kórónuveiruna. Í næstu umferð mætir Klaksvík sænsku meisturunum í Häcken en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Fyrir einvígi Klaksvíkur og Ferencvaros bjuggust flestir við sigri ungverska stórliðsins sem hefur orðið meistari í heimalandinu síðustu fimm árin og langoftast allra liða. Liðið komst í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fyrra eftir að unnið sinn riðil en í riðli þeirra voru einnig lið Monaco, Trabzonspor og Rauðu Stjörnunnar. Í 16-liða úrslitum féll liðið úr leik eftir einvígi gegn Bayern Leverkusen. Fyrri leikur Klaksvíkur og Ferencvaros sem fram fór í Færeyjum lauk með 0-0 jafntefli og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Þar voru Færeyingarnir hins vegar mun sterkari aðilinn. Liðið komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleiknum eftir tvö mörk frá Arni Fredriksberg og eitt frá Luc Kassi. Ok we're going to have to completely re-write this now Beyond static for @KI_Klaksvik for by far and away the most impressive away result for a Faroese side in the Champions League without a doubt. Maybe best result end of. Left: Ferencvaros (pop 60,000+)Right: https://t.co/2kFn6ESAvY pic.twitter.com/3IhcgcwOH2— Nordic Footy (@footy_nordic) July 19, 2023 Í síðari hálfleik náðu leikmenn Klaksvíkur að halda velli og þrátt fyrir sókn Ferencvaros lauk leiknum með 3-0 sigri Klaksvíkur. Mögnuð úrslit en þetta er í annað sinn sem Klaksvík kemst í aðra umferð Meistaradeildarinnar. Það gerðist einnig árið 2020 en þá komst liðið áfram úr fyrstu umferð án þess að spila þar sem lið Slovan Bratislava þurfti að gefa einvígið eftir að leikmenn og þjálfari liðsins höfðu greinst með Kórónuveiruna. Í næstu umferð mætir Klaksvík sænsku meisturunum í Häcken en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki