Kærastan fyrrverandi vill 3,9 milljarða frá Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 08:10 Tiger Woods með Ericu Herman á Forsetabikarnum árið 2019 þegar allt lék í lyndi. Getty/Warren Little Fyrrverandi kærasta Tiger Woods hefur höfðað skaðabótamál gegn bandaríska kylfingnum og nú hafa bandarískir fjölmiðlar grafið upp hvað hún vill fá í peningum. New York Post hefur nefnilega komist yfir gögnin í málsókn kærustunnar fyrrverandi gegn fimmtánföldum risamótsmeistara. Tiger og Erica Herman voru par frá 2015 til 2023 en samband þeirra endaði mjög illa. Tiger Woods ex-girlfriend, Erica Herman, drops $30 million lawsuit against his estate https://t.co/1PO2XMUwSH pic.twitter.com/AhMikQX88V— New York Post (@nypost) July 20, 2023 Herman segir lögfræðing Tiger hafa platað sig út úr húsinu undir þeim formerkjum að hún og Woods væru að fara saman í frí. Þegar hún kom á flugvöllinn þá fékk hún að vita frá lögfræðingnum að sambandi þeirra væri lokið og hún mætti ekki snúa aftur í húsið. Herman hefur reynt að fá trúnaðarsamningi þeirra rift en hún heldur því fram að Tiger noti hann gegn henni. Herman höfðar málið gegn bæði Tiger Woods sjálfum sem og gegn sjóðnum sem á 54 milljón dollara húsið hans á Florída. There's been a BIG change to Erica Herman's $30 Million Suit against Tiger Woods' trust. pic.twitter.com/wSJJo4O5oU— E! News (@enews) July 19, 2023 Herman sækist eftir skaðabótum fyrir meðal annars ótilgreinda kynferðislega misnotkun af hálfu Tigers. Hún vann á veitingastað í eigu Tigers þegar þau kynntust og hélt því áfram fyrstu árin í sambandi þeirra. Woods segir samband þeirra ekki hafa hafist fyrr en árið 2017 og að hún hafi flutt inn til hans í ágúst það sama ár. Hún segir að sambandið hafi byrjað árið 2015. Trúnaðasamningurinn umdeildi er frá árinu 2017 en Herman segir Woods hafa hótað því að reka hana ef hún skrifaði ekki undir. Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
New York Post hefur nefnilega komist yfir gögnin í málsókn kærustunnar fyrrverandi gegn fimmtánföldum risamótsmeistara. Tiger og Erica Herman voru par frá 2015 til 2023 en samband þeirra endaði mjög illa. Tiger Woods ex-girlfriend, Erica Herman, drops $30 million lawsuit against his estate https://t.co/1PO2XMUwSH pic.twitter.com/AhMikQX88V— New York Post (@nypost) July 20, 2023 Herman segir lögfræðing Tiger hafa platað sig út úr húsinu undir þeim formerkjum að hún og Woods væru að fara saman í frí. Þegar hún kom á flugvöllinn þá fékk hún að vita frá lögfræðingnum að sambandi þeirra væri lokið og hún mætti ekki snúa aftur í húsið. Herman hefur reynt að fá trúnaðarsamningi þeirra rift en hún heldur því fram að Tiger noti hann gegn henni. Herman höfðar málið gegn bæði Tiger Woods sjálfum sem og gegn sjóðnum sem á 54 milljón dollara húsið hans á Florída. There's been a BIG change to Erica Herman's $30 Million Suit against Tiger Woods' trust. pic.twitter.com/wSJJo4O5oU— E! News (@enews) July 19, 2023 Herman sækist eftir skaðabótum fyrir meðal annars ótilgreinda kynferðislega misnotkun af hálfu Tigers. Hún vann á veitingastað í eigu Tigers þegar þau kynntust og hélt því áfram fyrstu árin í sambandi þeirra. Woods segir samband þeirra ekki hafa hafist fyrr en árið 2017 og að hún hafi flutt inn til hans í ágúst það sama ár. Hún segir að sambandið hafi byrjað árið 2015. Trúnaðasamningurinn umdeildi er frá árinu 2017 en Herman segir Woods hafa hótað því að reka hana ef hún skrifaði ekki undir.
Bílslys Tigers Woods Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira