Bylgjulest og götubiti í Hljómskálagarðinum Bylgjulestin 20. júlí 2023 09:20 Bylgjulestin verður í Hljómskálagarðinum næsta laugardag. Árleg Götubitahátíð verður haldin þar sömu helgi og boðið verður upp á sumarleik Bylgjulestarinnar sem nefnist Tengiru? Bylgjulestin verður í Hljómskálagarðinum í Reykjavík næsta laugardag en sömu helgi fer fram þar hin árlega Götubitahátíð. Það má því búast við fjölmenni næsta laugardag þar sem margt verður í boði fyrir unga sem aldna. Lestarstjórar Bylgjulestarinnar næsta laugardag verða Ómar Úlfur og Vala Eiríks en þau verða í beinni á Bylgjunni milli kl. 12 og 16. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna eins og venjulega. Gefnir verða gjafapokar frá Bylgjunni, Vodafone vagninn mætir á svæðið, Hekla býður upp á bílasýningu, Hoppukastalar og leiktæki frá Kastalar.is verða á staðnum, Blaðrarinn mætir með blöðrurnar sínar og margt fleira. Einnig verður sumarleikur Bylgjulestarinnar, Tengiru?, á staðnum en hægt er að kynna sér leikinn hér. Hvorki fleiri né færri en 30 matarvagnar og sölubásar verða á staðnum, þar af fimmtán nýir að sögn Robba, framkvæmdastjóra Götubitans. „Það er óhætt að segja við munum bjóða upp á rosalega fjölbreytni um helgina. Í boði verður götubiti frá Kólumbíu, Ítalíu, Kína, Ástralíu, Mexíkó, Nepal, Spáni og Japan svo nokkur lönd séu talin upp. Svo verða auðvitað þessir klassísku íslensku vagnar sem landsmenn eru farnir að þekkja. Flestir vagnarnir bjóða upp á nýja rétti um helgina þannig að landsmenn eiga svo sannarlega von á bragðmikilli veislu.“ Samhliða Götubitahátíðinni fer fram götubitakeppnin European Street Food Awards. Keppt er um besta götubitann, smábitann, grænmetisréttinn og götubíl fólksins en gestir hátíðarinnar kjósa um hann. Silli Kokkur hefur unnið keppnina um besta götubitann þrjú ár í röð. Samhliða Götubitahátíðinni fer fram götubitakeppnin European Street Food Awards sem er haldin víða um Evrópu. Sigurvegari keppninnar um helgina mun taka þátt í lokakeppninni í Evrópu síðar í sumar en keppt er í nokkrum flokkum. „Dómnefnd fær það öfundsverða hlutverk að smakka alla bitana en hana skipa Hrefna Sætran frá Grillmarkaðinum, Jakob Einar Jakobsson frá Jómfrúnni, Davíð Örn Hákonarson frá Skreið og Eyþór Mar Halldórsson frá Public House Gastropub. Smakkið fer fram á laugardag og úrslitin verða kynnt kl. 16 á sunnudag en keppt er um besta götubitann, smábitann, grænmetisréttinn og götubíl fólksins en gestir hátíðarinnar kjósa um hann.“ Robbi býst við miklum fjölda gesta enda er veðurspáin fín um helgina. „Í fyrra komu um 30 þúsund manns og við eigum von á fleiri um helgina. Utan matarins verður margt skemmtilegt í boði, svo sem leiktæki og leiksvæði fyrir börnin og ýmis tónlistaratriði. Það ætti því engum að leiðast í Hljómskálagarðinum um helgina.“ Nánari upplýsingar um Götubitahátíðina má finna hér. Götubitahátíðin stendur yfir frá kl. 12-20 á laugardag og frá 13-18 á sunnudag. Kíktu við í Hljómskálagarðinn um helgina og taktu þátt í fjörinu með Bylgjulestinni á laugardag. Svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Heklu, Samgöngustofu, Vodafone og Nettó. Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar. Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Reykjavík Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Það má því búast við fjölmenni næsta laugardag þar sem margt verður í boði fyrir unga sem aldna. Lestarstjórar Bylgjulestarinnar næsta laugardag verða Ómar Úlfur og Vala Eiríks en þau verða í beinni á Bylgjunni milli kl. 12 og 16. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna eins og venjulega. Gefnir verða gjafapokar frá Bylgjunni, Vodafone vagninn mætir á svæðið, Hekla býður upp á bílasýningu, Hoppukastalar og leiktæki frá Kastalar.is verða á staðnum, Blaðrarinn mætir með blöðrurnar sínar og margt fleira. Einnig verður sumarleikur Bylgjulestarinnar, Tengiru?, á staðnum en hægt er að kynna sér leikinn hér. Hvorki fleiri né færri en 30 matarvagnar og sölubásar verða á staðnum, þar af fimmtán nýir að sögn Robba, framkvæmdastjóra Götubitans. „Það er óhætt að segja við munum bjóða upp á rosalega fjölbreytni um helgina. Í boði verður götubiti frá Kólumbíu, Ítalíu, Kína, Ástralíu, Mexíkó, Nepal, Spáni og Japan svo nokkur lönd séu talin upp. Svo verða auðvitað þessir klassísku íslensku vagnar sem landsmenn eru farnir að þekkja. Flestir vagnarnir bjóða upp á nýja rétti um helgina þannig að landsmenn eiga svo sannarlega von á bragðmikilli veislu.“ Samhliða Götubitahátíðinni fer fram götubitakeppnin European Street Food Awards. Keppt er um besta götubitann, smábitann, grænmetisréttinn og götubíl fólksins en gestir hátíðarinnar kjósa um hann. Silli Kokkur hefur unnið keppnina um besta götubitann þrjú ár í röð. Samhliða Götubitahátíðinni fer fram götubitakeppnin European Street Food Awards sem er haldin víða um Evrópu. Sigurvegari keppninnar um helgina mun taka þátt í lokakeppninni í Evrópu síðar í sumar en keppt er í nokkrum flokkum. „Dómnefnd fær það öfundsverða hlutverk að smakka alla bitana en hana skipa Hrefna Sætran frá Grillmarkaðinum, Jakob Einar Jakobsson frá Jómfrúnni, Davíð Örn Hákonarson frá Skreið og Eyþór Mar Halldórsson frá Public House Gastropub. Smakkið fer fram á laugardag og úrslitin verða kynnt kl. 16 á sunnudag en keppt er um besta götubitann, smábitann, grænmetisréttinn og götubíl fólksins en gestir hátíðarinnar kjósa um hann.“ Robbi býst við miklum fjölda gesta enda er veðurspáin fín um helgina. „Í fyrra komu um 30 þúsund manns og við eigum von á fleiri um helgina. Utan matarins verður margt skemmtilegt í boði, svo sem leiktæki og leiksvæði fyrir börnin og ýmis tónlistaratriði. Það ætti því engum að leiðast í Hljómskálagarðinum um helgina.“ Nánari upplýsingar um Götubitahátíðina má finna hér. Götubitahátíðin stendur yfir frá kl. 12-20 á laugardag og frá 13-18 á sunnudag. Kíktu við í Hljómskálagarðinn um helgina og taktu þátt í fjörinu með Bylgjulestinni á laugardag. Svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Heklu, Samgöngustofu, Vodafone og Nettó. Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.
Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Reykjavík Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira