Nú verður einnig í boði fyrir fólk að ganga Vigdísarvallaleiðina, sem er umtalsvert styttri. Hún er þó ekki stikuð og enginn viðbúnaður verður þar af hálfu lögreglu eða björgunarsveita.
Í tímanum verður einnig rætt við forstjóra Brims sem er afar ósáttur við samning eftirlitsins við matvælaráðuneytið. Við fáum einnig viðbrögð frá forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Að auki fjöllum við um nýja skýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar þar sem fram kemur að veðsetningarhlutfall hefur aldrei mælst lægra.