Lífið

Ron­aldo skýtur Kyli­e Jenner ref fyrir rass

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ronaldo á Laugardalsvelli í júní eftir mark gegn Íslandi.
Ronaldo á Laugardalsvelli í júní eftir mark gegn Íslandi. EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO

Knatt­spyrnu­goð­sögnin Christiano Ron­aldo hefur skotist upp fyrir sam­fé­lags­miðla­stjörnuna Kyli­e Jenner og er nú sá sem rakar inn mestum pening á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Ron­aldo, sem nú spilar knatt­spyrnu í Sádí-Arabíu, græðir 1,87 milljón breskra sterlings­punda á færslu á miðlinum, eða því sem nemur rúmum 316 milljónum ís­lenskra króna. Í um­fjöllun breska götu­blaðsins The Sun segir að þar með hafi Ron­aldo tekið fram úr Kyli­e, sem áður sat á toppnum.

Kyli­e Jenner fær 1,47 milljónir breskra sterlings­punda fyrir hverja færslu á miðlinum, eða því sem nemur rúmum 249 milljónum ís­lenskra króna. Ron­aldo aug­lýsir í­þrótta­síður líkt og LiveScor­e, líf­stíls­vöru­merkið Thera­bo­dy og raf­mynta­síðuna Binance og er með flesta fylgj­endur allra sem eru á Insta­gram eða 597 milljón talsins.

Kyli­e Jenne hefur á meðan aug­lýst vörur tískurisans Jean Paul Gaulti­er og eigin vörur undir nafni Kyli­e Cos­metics og Kyli­e Swim. Í þriðja sæti yfir þá sem græða mest á Insta­gram er Lionel Messi sem fær 1,38 milljón sterlings­punda fyrir hverja færslu, eða rúm­lega 233 milljónir ís­lenskra króna.

Á eftir Messi kemur banda­ríska leik­konan Selena Gomez, krafta­jötuninn og leikarinn Dwa­yne John­son, Kim Kar­dashian, Ariana Grande, Beyoncé og að endingu þær Khloe Kar­dashian og Kendall Jenner. Öll græða þau um og yfir milljón sterlings­pund fyrir hverja færslu, sum sé rúmar 170 milljónir ís­lenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×