Óvenjumikið álag vegna umgangspesta og veirusýkinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2023 06:47 Már segir ástandið munu batna eftir tvær vikur þegar fólk fer að skila sér úr sumarfríum. Stöð 2/Sigurjón Afar erilsamt hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans í sumar og á bilinu 170 til 240 manns sótt móttökuna á hverjum degi. Álagið má meðal annars rekja til fjölda ferðamanna á landinu en einnig ýmissa umgangspesta. Þetta segir Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. Að sögn Más var reiknað með töluverðri aðsókn í sumar vegna slysa, ekki síst vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna. Hins vegar hafi komið á óvart hversu margir hafi þurft að sækja þjónustu vegna umgangspesta og sýkinga. „Það eru á hverjum degi alltaf einhverjir ferðamenn sem koma. Það sem er svolítið óvænt og óvanalegt fyrir þennan árstíma er að það er búið að vera óvanalega mikið af pestum. Það hafa verið bæði öndunarfæraveirur og nóróveirusýkingar. Þessi umferðaróhöpp og frítímaslys hafa líka verið nokkuð mörg,“ segir Már. Þá segir hann kórónuveiruna enn vera að valda álagi en töluverður fjöldi sé enn að sækja þjónustu vegna Covid-19. Sumarleyfi setja að sjálfsögðu strik í reikninginn, líkt og búast má við. „Það eru erfiðleikar vegna sumarleyfa annarra þjónustustiga. Líka meðal okkar starfsfólks. Það dregur úr hraða og afköstum. Það er öðruvísi álag en engu að síður fyrirsjáanlegt,“ segir Már. Það ætti hins vegar að lagast eftir um tvær vikur, þegar fólk fer að skila sér aftur eftir sumarfrí. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þetta segir Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu á Landspítalanum, í samtali við mbl.is. Að sögn Más var reiknað með töluverðri aðsókn í sumar vegna slysa, ekki síst vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna. Hins vegar hafi komið á óvart hversu margir hafi þurft að sækja þjónustu vegna umgangspesta og sýkinga. „Það eru á hverjum degi alltaf einhverjir ferðamenn sem koma. Það sem er svolítið óvænt og óvanalegt fyrir þennan árstíma er að það er búið að vera óvanalega mikið af pestum. Það hafa verið bæði öndunarfæraveirur og nóróveirusýkingar. Þessi umferðaróhöpp og frítímaslys hafa líka verið nokkuð mörg,“ segir Már. Þá segir hann kórónuveiruna enn vera að valda álagi en töluverður fjöldi sé enn að sækja þjónustu vegna Covid-19. Sumarleyfi setja að sjálfsögðu strik í reikninginn, líkt og búast má við. „Það eru erfiðleikar vegna sumarleyfa annarra þjónustustiga. Líka meðal okkar starfsfólks. Það dregur úr hraða og afköstum. Það er öðruvísi álag en engu að síður fyrirsjáanlegt,“ segir Már. Það ætti hins vegar að lagast eftir um tvær vikur, þegar fólk fer að skila sér aftur eftir sumarfrí.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira