Fór holu í höggi á frumraun sinni á risamóti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2023 11:31 Travis Smyth varð fyrstur til að fara holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi 2023. getty/Richard Heathcote Ástralski kylfingurinn Travis Smyth gleymir deginum í dag eflaust seint enda fór hann holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Smyth, sem er 28 ára, hefur verið atvinnumaður síðan 2017 en Opna breska er hans fyrsta risamót á ferlinum. Smyth spilaði reyndar ekkert sérstaklega vel á fyrstu tveimur keppnisdögum Opna breska og lék samtals á átta höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var þó ekki allt dimmt og drungalegt hjá Smyth því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu í dag. Sautjánda holan er par þrjú hola en Smyth þurfti bara eitt högg til að koma kúlunni ofan í. Höggið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. Hole-in-one on 17!Travis Smyth with an historic shot at Little Eye. pic.twitter.com/CkgTl2lvtt— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Sautjánda holan á Royal Liverpool vellinum er ný og Smyth er sá fyrsti sem fer holu í höggi á henni. Hún er rúmir 120 metrar og stysta holan á vellinum. Þegar þetta er skrifað er Smyth í 141. sæti á Opna breska en ljóst er að þátttöku hans á mótinu er lokið. Hann gleymir þó deginum ekki í bráð. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Smyth, sem er 28 ára, hefur verið atvinnumaður síðan 2017 en Opna breska er hans fyrsta risamót á ferlinum. Smyth spilaði reyndar ekkert sérstaklega vel á fyrstu tveimur keppnisdögum Opna breska og lék samtals á átta höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það var þó ekki allt dimmt og drungalegt hjá Smyth því hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 17. holu í dag. Sautjánda holan er par þrjú hola en Smyth þurfti bara eitt högg til að koma kúlunni ofan í. Höggið glæsilega má sjá hér fyrir neðan. Hole-in-one on 17!Travis Smyth with an historic shot at Little Eye. pic.twitter.com/CkgTl2lvtt— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Sautjánda holan á Royal Liverpool vellinum er ný og Smyth er sá fyrsti sem fer holu í höggi á henni. Hún er rúmir 120 metrar og stysta holan á vellinum. Þegar þetta er skrifað er Smyth í 141. sæti á Opna breska en ljóst er að þátttöku hans á mótinu er lokið. Hann gleymir þó deginum ekki í bráð. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira