McIlroy í þokkalegum málum en Lambrechts þoldi ekki pressuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2023 14:33 Rory McIlroy var víða spáð sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi. getty/Warren Little Rory McIlroy lék annan hringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi á einu höggi undir pari. Tveir af þeim kylfingum sem þykja hvað líklegastir til afreka á Opna breska hafa lokið leik í dag; McIlroy og Jon Rahm. Þeir eru í sætum tvö og þrjú á heimslistanum í golfi. Sem fyrr sagði lék McIlroy á einu höggi undir pari í dag og er í 14. sæti mótsins. Norður-Írinn fékk þrjá fugla á öðrum hringnum og tvo skolla. A potentially tricky position on 18. An impressive up and down.Rory McIlroy heads into the weekend under par. pic.twitter.com/MyYa14eeo5— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Rahm lék einnig á einu höggi undir pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari og í 50. sæti. Norðmaðurinn Viktor Hovland hefur einnig lokið leik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er samtals á pari og í 23. sæti. Stjarna gærdagsins, suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lambrechts, hefur ekki náð sér á strik í dag og lék fyrri níu holurnar á fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á pari og kominn niður í 23. sæti. Lambrechts var með forystu eftir fyrsta hringinn. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er með fimm högga forystu á Tommy Fleetwood sem er nýbyrjaður að spila á öðrum hringnum. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tveir af þeim kylfingum sem þykja hvað líklegastir til afreka á Opna breska hafa lokið leik í dag; McIlroy og Jon Rahm. Þeir eru í sætum tvö og þrjú á heimslistanum í golfi. Sem fyrr sagði lék McIlroy á einu höggi undir pari í dag og er í 14. sæti mótsins. Norður-Írinn fékk þrjá fugla á öðrum hringnum og tvo skolla. A potentially tricky position on 18. An impressive up and down.Rory McIlroy heads into the weekend under par. pic.twitter.com/MyYa14eeo5— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Rahm lék einnig á einu höggi undir pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari og í 50. sæti. Norðmaðurinn Viktor Hovland hefur einnig lokið leik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er samtals á pari og í 23. sæti. Stjarna gærdagsins, suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lambrechts, hefur ekki náð sér á strik í dag og lék fyrri níu holurnar á fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á pari og kominn niður í 23. sæti. Lambrechts var með forystu eftir fyrsta hringinn. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er með fimm högga forystu á Tommy Fleetwood sem er nýbyrjaður að spila á öðrum hringnum. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira