Liverpool mætir til leiks með nýtt leikkerfi: Verður Trent á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 07:01 Trent Alexander-Arnold gæti spilað á miðjunni í vetur. Harry Langer/Getty Images Þó oftast nær sé lítið sem ekkert að marka vináttuleiki þá vakti uppstilling Liverpool-liðsins í leiknum gegn þýska B-deildarliðinu Karlsruher athygli. Það virðist sem Jurgen Klopp ætli að breyta til í vetur. Síðan Klopp tók við Liverpool hefur liðið nær eingöngu spilað hefðbundið 4-3-3 með sóknarsinnaða bakverði, þriggja manna miðju, sóknarmenn á vængjunum og framherja sem dregur sig niður til að tengja spil. Nú virðist ætla að verða breyting á. Eftir skelfilega byrjun á síðustu leiktíð fór Klopp aðeins að fikta í leikkerfi sínu og breyta því í von um betri úrslit. Ef marka má fyrsta vináttuleik tímabilsins ætlar Klopp að halda sig við þá hugmyndafræði. Þrír – Kassi – Þrír Liverpool mætir með mikið breytt lið til leiks þar sem miðja liðsins hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar. Naby Keïta er farinn til Werder Bremen, James Milner er farinn til Brighton & Hove Albion. Jordan Henderson er líklega á leið til Sádi-Arabíu og sömu sögu er að segja af Fabinho. Hvort það hafi áhrif á ákvörðun Klopp er óvitað en í leiknum gegn Karlsruher má segja að liðið hafi spilað 3-4-3 með „kassa“ miðju þegar það sótti. Varnarlega varðist Liverpool í 4-3-3 leikkerfi en þegar liðið sótti fór Conor Bradley, hægri bakvörður, inn á miðjuna þar sem Trent Alexander-Arnold, sem hefur nær eingöngu spilað hægri bakvörð á sínum ferli, var. Að sama skapi dró vinstri bakvörður liðsins sig inn og myndaði þriggja manna varnarlínu. Fyrir framan Trent og Bradley voru svo tveir sóknarþenkjandi miðjumenn. Reikna má með að Dominik Szoboszlai verði þar ásamt Alexis Mac Allister en báðir gengu í raðir Liverpool í sumar. Hvort þetta verði til þess að Liverpool ógni toppliðum deildarinnar verður að koma í ljós en liðið má ekki við því að missa af efstu fjórum sætunum annað tímabilið í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira
Síðan Klopp tók við Liverpool hefur liðið nær eingöngu spilað hefðbundið 4-3-3 með sóknarsinnaða bakverði, þriggja manna miðju, sóknarmenn á vængjunum og framherja sem dregur sig niður til að tengja spil. Nú virðist ætla að verða breyting á. Eftir skelfilega byrjun á síðustu leiktíð fór Klopp aðeins að fikta í leikkerfi sínu og breyta því í von um betri úrslit. Ef marka má fyrsta vináttuleik tímabilsins ætlar Klopp að halda sig við þá hugmyndafræði. Þrír – Kassi – Þrír Liverpool mætir með mikið breytt lið til leiks þar sem miðja liðsins hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar. Naby Keïta er farinn til Werder Bremen, James Milner er farinn til Brighton & Hove Albion. Jordan Henderson er líklega á leið til Sádi-Arabíu og sömu sögu er að segja af Fabinho. Hvort það hafi áhrif á ákvörðun Klopp er óvitað en í leiknum gegn Karlsruher má segja að liðið hafi spilað 3-4-3 með „kassa“ miðju þegar það sótti. Varnarlega varðist Liverpool í 4-3-3 leikkerfi en þegar liðið sótti fór Conor Bradley, hægri bakvörður, inn á miðjuna þar sem Trent Alexander-Arnold, sem hefur nær eingöngu spilað hægri bakvörð á sínum ferli, var. Að sama skapi dró vinstri bakvörður liðsins sig inn og myndaði þriggja manna varnarlínu. Fyrir framan Trent og Bradley voru svo tveir sóknarþenkjandi miðjumenn. Reikna má með að Dominik Szoboszlai verði þar ásamt Alexis Mac Allister en báðir gengu í raðir Liverpool í sumar. Hvort þetta verði til þess að Liverpool ógni toppliðum deildarinnar verður að koma í ljós en liðið má ekki við því að missa af efstu fjórum sætunum annað tímabilið í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira