Al Nassr var á höttunum á eftir Moussa Diaby en hann valdi Aston Villa. Ítalski blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, fullyrti að Diaby hafi hafnað risatilboði frá Sádí Arabíu og valdi Aston Villa í staðinn.
Official and confirmed. Aston Villa sign Moussa Diaby on permanent deal from Bayer Leverkusen 🔵🟣 #AVFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 22, 2023
Diaby rejected Saudi huge bid to join Villa. pic.twitter.com/nazYQvDRtR
Moussa Diaby gerir fimm ára samning við Aston Villa og er hann þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið. Youri Tielemans og Pau Torres eru báðir komnir í Aston Villa. Töluverðar líkur eru á að Aston Villa muni taka þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á næsta tímabili en óljóst er hver andstæðingur Aston Villa verður í umspilinu.
Welcome to Aston Villa, @MoussaDiaby_19. 🇫🇷 pic.twitter.com/kipVCtG80r
— Aston Villa (@AVFCOfficial) July 22, 2023
Moussa Diaby lék 34 leiki með Bayer Leverkusen í Bundesliga á síðasta tímabili þar sem hann skoraði níu mörk og gaf níu stoðsendingar. Diaby spilaði einnig sex leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem hann skoraði tvö mörk.