Hreinsunin byrjuð á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 15:00 Alex Telles hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Man United. Jonathan DiMaggio/Getty Images Erik ten Hag er byrjaður að fara „út með ruslið“ ef svo má að orði komast. Það er, Manchester United er byrjað að selja leikmenn sem eiga enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Í dag var staðfest að brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefði verið seldur til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr í Sádi-Arabíu. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda eða tæpum 680 milljónum íslenskra króna. Hinn þrítugi Telles gekk í raðir Man United árið 2020 frá Porto en náði sér aldrei á strik á Englandi. Hann var lánaður til Sevilla á Spáni á síðustu leiktíð en hefur nú verið seldur til Sádi-Arabíu. Bakvörðurinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Alex Telles has joined Al-Nassr from Man Utd pic.twitter.com/AytJWf5vVq— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 23, 2023 Miðvörðurinn Eric Bailly hefur einnig verið orðaður við Al Nassr en hann var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur einnig verið orðaður frá félaginu. Þá er talið að annað hvort Fred eða Scott McTominay verði seldir fyrr heldur en síðar. Áður hafði Man United selt hinn unga Charlie Savage til Reading og Zidane Iqbal til FC Utrecht. Þá hafa David De Gea, Phil Jones og Axel Tuanzebe allir yfirgefið félagið á frjálsri sölu. Þá voru lánssamningar Jack Butland, Marcel Sabitzer og Wout Weghorst ekki framlengdir. Ef allt gengur eftir má reikna með að Man United losi sig við 10 leikmenn í félagaskiptaglugga sumarsins. Að sama skapi er búist við því að liðið festi kaup á framherja í sumar eftir að hafa keypt André Onana í markið og Mason Mount á miðjuna. Varnarmaðurinn Jonny Evans skrifaði svo undir tímabundinn samning við félagið en hvort hann verði framlengdur út tímabilið er óvitað. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Í dag var staðfest að brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefði verið seldur til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr í Sádi-Arabíu. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda eða tæpum 680 milljónum íslenskra króna. Hinn þrítugi Telles gekk í raðir Man United árið 2020 frá Porto en náði sér aldrei á strik á Englandi. Hann var lánaður til Sevilla á Spáni á síðustu leiktíð en hefur nú verið seldur til Sádi-Arabíu. Bakvörðurinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Alex Telles has joined Al-Nassr from Man Utd pic.twitter.com/AytJWf5vVq— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 23, 2023 Miðvörðurinn Eric Bailly hefur einnig verið orðaður við Al Nassr en hann var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur einnig verið orðaður frá félaginu. Þá er talið að annað hvort Fred eða Scott McTominay verði seldir fyrr heldur en síðar. Áður hafði Man United selt hinn unga Charlie Savage til Reading og Zidane Iqbal til FC Utrecht. Þá hafa David De Gea, Phil Jones og Axel Tuanzebe allir yfirgefið félagið á frjálsri sölu. Þá voru lánssamningar Jack Butland, Marcel Sabitzer og Wout Weghorst ekki framlengdir. Ef allt gengur eftir má reikna með að Man United losi sig við 10 leikmenn í félagaskiptaglugga sumarsins. Að sama skapi er búist við því að liðið festi kaup á framherja í sumar eftir að hafa keypt André Onana í markið og Mason Mount á miðjuna. Varnarmaðurinn Jonny Evans skrifaði svo undir tímabundinn samning við félagið en hvort hann verði framlengdur út tímabilið er óvitað.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira