Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 14:58 Björgólfur Guðmundsson sýndi Gústa B hvernig hann á að stilla sér upp með úrið. Aðsend Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. „Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“ Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Ég vildi vera svolítið vígalegur eins og Bjöggi frændi, þannig ég fékk mér eitt stykki svona,“ segir Gústi þegar hann sýnir Björgólfi nýja úrið sitt. Björgólfur virðist heldur betur vera sáttur með kaupin hjá Gústa. „Djöfull er ég ánægður með þig, þetta líst mér vel á. Þú verður góður í sjónvarpinu með þetta,“ segir hann. Gústi birtir myndband af þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar segir hann einnig að nú sé mögulega tímabært að hann fari að læra á klukku. Í samtali við fréttastofu segir hann að það hafi ekki verið einblínt nægilega mikið á klukkuna þar sem hann lærði. „En þetta hlýtur að koma núna þegar maður er alltaf með þetta á sér.“ View this post on Instagram A post shared by Gusti B (@gustib_1) Óhætt er að segja að um sé að ræða nokkuð dýrt úr en Gústi lítur á kaupin sem fjárfestingu. Um er að ræða svart Rolex úr af gerðinni Submariner Date. „Þetta er úr sem ég ætla að passa upp á og eiga að eilífu. Svo í framtíðinni fær barnið mitt auðvitað að eiga það,“ segir hann. „Ég vildi auðvitað fyrst og fremst vera svalur eins og Bjöggi. Hann er með stíl - það neitar því enginn." Þurfi að læra á klukkuna áður en hann kaupir annað Gústi segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hann kaupir sér úr. „Það hefur verið talað um það að maður verði maður með mönnum þegar maður kaupir sér fyrsta úr. Það var því bara tímaspursmál hvenær ég myndi kaupa mér einhvern svona grip,“ segir hann. Þá vildi Gústi sýna stóra frænda sínum úrið sökum reynslu hans í þeim efnum. „Það lá svona beinast við að sýna Bjögga Rolex úrið af því hann á auðvitað nokkur slík og hefur mikið vit á þessu,“ segir hann. Björgólfur var sáttur með úrið sem Gústi keyhpti.Aðsend „Ég var ekki viss hvernig hann myndi taka í þetta af því að ég er auðvitað töluvert yngri en hann var þegar hann kaupir sitt fyrsta úr. En mér til mikillar lukku þá var hann bara ánægður með þetta og peppaði mig, hvatti mig áfram. Ég er ekki frá því að hann hafi orðið smá afbrýðissamur því mitt er svo nýlegt. Nú vill hann kaupa sér annað, nýtt og stærra.“ Gústi líkir því að kaupa fyrsta úrið við það að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Nú vill maður kaupa sér annað um leið. Ætli ég þurfi ekki að læra á klukkuna fyrst.“
Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira