Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2023 08:11 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er sagður hafa átt erfitt með að taka ákvörðun um hvernig ætti að bregðast við uppreisn Wagner. AP/Alexander Kazakov Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. Þetta segja heimildarmenn Washington Post í Evrópu og í Úkraínu. Þeir segja öryggi hafa verið hert á nokkrum mikilvægum stöðum í Rússlandi í aðdraganda uppreisnarinnar og þar á meðal í Kreml. Að öðru leyti hafi ekkert verið gert. Auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, hafði verið mjög gagnrýninn á forsvarsmenn Varnarmálaráðuneytis Rússlands um nokkuð skeið og sakað þá um spillingu og vanþekkingu svo eitthvað sé nefnt. Upp úr sauð svo þann 23. júní, þegar Prigozhin hélt því fram að rússneski herinn hefði gert árásir á bækistöð Wagner í austurhluta Úkraínu og að margir málaliðar hefðu fallið. Þetta var eftir að því hafði verið lýst yfir að allir rússneskir málaliðar ættu að skrifa undir samninga við herinn. Prigozhin sagði það ekki koma til greina. Hann lýsti því svo yfir að hann ætlaði að handsama forsvarsmenn ráðuneytisins og hersins en í kjölfarið hertóku málaliðarnir borgina Rostov í suðurhluta Rússlands og keyrðu þúsundir þeirra í átt að Moskvu. Rússneskir hermenn lögðu víða niður vopn, í stað þess að reyna að stöðva málaliðana en fáir ef einhverjir hermenn gengu til liðs við þá. Pútín lýsti yfir stuðningi við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands, en þá var send út yfirlýsing frá Wagner um að Rússland þyrfti nýjan forseta. Prigozhin er sagður hafa skipulagt þessa uppreisn í nokkurn tíma. Hún stóð ekki yfir lengi. Málaliðar Wagner voru skammt frá Moskvu þegar Prigozhin snerist hugur og skipaði þeim að snúa við. Þá höfðu þeir skotið niður nokkrar þyrlur og eina flugvél en vegir höfðu verið grafnir í sundur og brýr sprengdar í loft upp til að hægja á þeim. Því var lýst yfir að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, hefði komið að því að gera samkomulag milli auðjöfursins og forestans en samkvæmt því myndi auðjöfurinn ekki verða saksóttur vegna uppreisnarinnar og málaliðar Wagner gætu farið til Belarús eða gengið til liðs við rússneska herinn. Það er þrátt fyrir að Pútín hafði lýst því yfir að Prigozhin væri svikari og að uppreisnin yrði kramin. Óreiðan réði ríkjum Einn af heimildarmönnum Washington Post sagði að Pútín hefði haft tíma til að gera út af við uppreisnina áður en hún hófst en hafi ekki gert það. Þegar uppreisnin hófst hafi stjórnkerfið lamast. „Það var algjör óreiða og ruglingur. Í langan tíma vissu þeir ekki hvernig þeir áttu að bregðast við,“ sagði hann. Aðrir heimildarmenn tóku undir frásögn og hún rímar við ummæli nýleg ummæli William J. Burns, yfirmanns Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) sem sagði í síðustu viku að forsvarsmenn öryggissveita Rússlands og leiðtogar virtust ekki vita hvernig þeir ættu að bregðast við uppreisninni. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, segir þessar frásagnir vera þvælu. Málaliðar Wagner eru nú sagðir koma að því að þjálfa hermenn í Belarús.AP/Varnarnmálaráðuneyti Belarús Kallaður „kokkur Pútíns“ Wagner var stofnað af auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin og Dmitry Utkin, sem starfaði áður í leyniþjónustu rússneska hersins. Málaliðahópurinn var stofnaður vegna upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2014 en er einnig virkur í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Það var eftir að Prigozhin var dæmdur fyrir þjófnað árið 1979, þegar hann var átján ára gamall. Hann var svo dæmdur fyrir rán tveimur árum síðar og sat í fangelsi í níu ár. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Utkin er skreyttur húðflúrum af merkjum nasista og er ástæðan fyrir því að málaliðahópurinn er kenndur við Wagner sú að tónskáldið Richard Wagner var í miklu uppáhaldi hjá Adolf Hitler. Háttsettir menn sammála Prigozhin Ráðamenn í Evrópu segja að þar sem engar skipanir hafi borist frá Kreml hafi yfirmenn öryggissveita í Rússlandi ekki reynt að stöðva framsókn málaliðanna. Áður hafa borist fregnir af því að hermenn í minnst tveimur herdeildum hafi verið skipað að reyna að stöðva málaliðana en að þeir hafi neitað. Þetta þykir til marks um óreglu innan stjórnkerfis Rússlands en einnig um deilur vegna innrásarinnar í Úkraínu og hvernig haldið er á spöðunum varðandi hana. Evrópskir embættismenn segja marga innan hersins og annarra öryggisstofnanna vera sammála Prigozhin um að þörf sé á breytingum á efstu stigum Varnarmálaráðuneytisins. Einn háttsettur embættismaður innan Atlantshafsbandalagsins sagði nokkra háttsetta menn í Moskvu hafa verið að bíða eftir uppreisninni og að ef hún hefði gengið upp, þá hefðu þeir líklega gengið til liðs við Prigozhin. Hátt settur rússneskur embættismaður sagði í samtali við Washington Post að óreiða hefði myndist í Kreml. Hægt væri að deila um hve mikil hún hefði verið en það væri ljóst að ráðamenn hefðu ekki vitað hvernig þeir ættu að bregðast við. Líklegur til að hefna sín seinna meir William Burns, áðurnefndur yfirmaður CIA, sagði í síðustu viku að Pútín hefði líklega gert samkomulag við Prigozhin til að vinna sér inn tíma. Forsetinn væri líklegur til að hefna sína seinna meir. Hann sagði málaliðahópinn Wagner vera mikilvægan Rússland, vegna umsvifa hópsins í Afríku og Mið-Austurlöndum. „Ef ég væri Prigozhin, myndi ég ekki reka smakkarann minn," sagði Burns. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þetta segja heimildarmenn Washington Post í Evrópu og í Úkraínu. Þeir segja öryggi hafa verið hert á nokkrum mikilvægum stöðum í Rússlandi í aðdraganda uppreisnarinnar og þar á meðal í Kreml. Að öðru leyti hafi ekkert verið gert. Auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, hafði verið mjög gagnrýninn á forsvarsmenn Varnarmálaráðuneytis Rússlands um nokkuð skeið og sakað þá um spillingu og vanþekkingu svo eitthvað sé nefnt. Upp úr sauð svo þann 23. júní, þegar Prigozhin hélt því fram að rússneski herinn hefði gert árásir á bækistöð Wagner í austurhluta Úkraínu og að margir málaliðar hefðu fallið. Þetta var eftir að því hafði verið lýst yfir að allir rússneskir málaliðar ættu að skrifa undir samninga við herinn. Prigozhin sagði það ekki koma til greina. Hann lýsti því svo yfir að hann ætlaði að handsama forsvarsmenn ráðuneytisins og hersins en í kjölfarið hertóku málaliðarnir borgina Rostov í suðurhluta Rússlands og keyrðu þúsundir þeirra í átt að Moskvu. Rússneskir hermenn lögðu víða niður vopn, í stað þess að reyna að stöðva málaliðana en fáir ef einhverjir hermenn gengu til liðs við þá. Pútín lýsti yfir stuðningi við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands, en þá var send út yfirlýsing frá Wagner um að Rússland þyrfti nýjan forseta. Prigozhin er sagður hafa skipulagt þessa uppreisn í nokkurn tíma. Hún stóð ekki yfir lengi. Málaliðar Wagner voru skammt frá Moskvu þegar Prigozhin snerist hugur og skipaði þeim að snúa við. Þá höfðu þeir skotið niður nokkrar þyrlur og eina flugvél en vegir höfðu verið grafnir í sundur og brýr sprengdar í loft upp til að hægja á þeim. Því var lýst yfir að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, hefði komið að því að gera samkomulag milli auðjöfursins og forestans en samkvæmt því myndi auðjöfurinn ekki verða saksóttur vegna uppreisnarinnar og málaliðar Wagner gætu farið til Belarús eða gengið til liðs við rússneska herinn. Það er þrátt fyrir að Pútín hafði lýst því yfir að Prigozhin væri svikari og að uppreisnin yrði kramin. Óreiðan réði ríkjum Einn af heimildarmönnum Washington Post sagði að Pútín hefði haft tíma til að gera út af við uppreisnina áður en hún hófst en hafi ekki gert það. Þegar uppreisnin hófst hafi stjórnkerfið lamast. „Það var algjör óreiða og ruglingur. Í langan tíma vissu þeir ekki hvernig þeir áttu að bregðast við,“ sagði hann. Aðrir heimildarmenn tóku undir frásögn og hún rímar við ummæli nýleg ummæli William J. Burns, yfirmanns Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) sem sagði í síðustu viku að forsvarsmenn öryggissveita Rússlands og leiðtogar virtust ekki vita hvernig þeir ættu að bregðast við uppreisninni. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, segir þessar frásagnir vera þvælu. Málaliðar Wagner eru nú sagðir koma að því að þjálfa hermenn í Belarús.AP/Varnarnmálaráðuneyti Belarús Kallaður „kokkur Pútíns“ Wagner var stofnað af auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin og Dmitry Utkin, sem starfaði áður í leyniþjónustu rússneska hersins. Málaliðahópurinn var stofnaður vegna upprunalegrar innrásar Rússa í Úkraínu árið 2014 en er einnig virkur í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Prigozhin er kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Það var eftir að Prigozhin var dæmdur fyrir þjófnað árið 1979, þegar hann var átján ára gamall. Hann var svo dæmdur fyrir rán tveimur árum síðar og sat í fangelsi í níu ár. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Utkin er skreyttur húðflúrum af merkjum nasista og er ástæðan fyrir því að málaliðahópurinn er kenndur við Wagner sú að tónskáldið Richard Wagner var í miklu uppáhaldi hjá Adolf Hitler. Háttsettir menn sammála Prigozhin Ráðamenn í Evrópu segja að þar sem engar skipanir hafi borist frá Kreml hafi yfirmenn öryggissveita í Rússlandi ekki reynt að stöðva framsókn málaliðanna. Áður hafa borist fregnir af því að hermenn í minnst tveimur herdeildum hafi verið skipað að reyna að stöðva málaliðana en að þeir hafi neitað. Þetta þykir til marks um óreglu innan stjórnkerfis Rússlands en einnig um deilur vegna innrásarinnar í Úkraínu og hvernig haldið er á spöðunum varðandi hana. Evrópskir embættismenn segja marga innan hersins og annarra öryggisstofnanna vera sammála Prigozhin um að þörf sé á breytingum á efstu stigum Varnarmálaráðuneytisins. Einn háttsettur embættismaður innan Atlantshafsbandalagsins sagði nokkra háttsetta menn í Moskvu hafa verið að bíða eftir uppreisninni og að ef hún hefði gengið upp, þá hefðu þeir líklega gengið til liðs við Prigozhin. Hátt settur rússneskur embættismaður sagði í samtali við Washington Post að óreiða hefði myndist í Kreml. Hægt væri að deila um hve mikil hún hefði verið en það væri ljóst að ráðamenn hefðu ekki vitað hvernig þeir ættu að bregðast við. Líklegur til að hefna sín seinna meir William Burns, áðurnefndur yfirmaður CIA, sagði í síðustu viku að Pútín hefði líklega gert samkomulag við Prigozhin til að vinna sér inn tíma. Forsetinn væri líklegur til að hefna sína seinna meir. Hann sagði málaliðahópinn Wagner vera mikilvægan Rússland, vegna umsvifa hópsins í Afríku og Mið-Austurlöndum. „Ef ég væri Prigozhin, myndi ég ekki reka smakkarann minn," sagði Burns.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11
Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15
Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. 19. júlí 2023 11:29
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00