Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 13:30 Höskuldur Gunnlaugsson fagnar marki í Evrópukeppninni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira