Höskuldur: Mikil tilhlökkun í eiginlega öllu landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 13:30 Höskuldur Gunnlaugsson fagnar marki í Evrópukeppninni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, hefur verið sjóðandi heitur í Evrópukeppninni í sumar og er búinn að skora fjögur mörk í leikjunum fjórum. Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar vilja sjá hvernig þeir standa á móti stærsta liðinu í Skandinavíu. Mikill áhugi og spenningur „Það er mikil tilhlökkun, maður finnur það hjá leikmannahópnum og eiginlega öllu landinu. Það er mikill áhugi og spenningur fyrir þessum leik og þessu einvígi. Þetta er bara spennandi og skemmtilegt. Mikil fríðindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson í samtali við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi Breiðabliks fyrir leikinn. „Þetta er óumdeilanlega stærsta liðið í Skandinavíu. Þetta eru Danmerkumeistararnir og með sína sögu. Þeir eiga góða sögu í Evrópufótbolta og eru á því kalíberi. Meginlandslið ef svo má segja. Út af því held ég að fólk sé almennt spennt sem og leikmenn að fá að máta sig við þá og sjá hvar við stöndum. Sjá hvernig við komum út á móti stærsta liðinu í Skandinavíu,“ sagði Höskuldur. FC Kaupmannahöfn missti á dögunum íslenska landsliðsmanninn Hákon Haraldsson sem var seldur til franska félagsins Lille. Þetta er engu að síður vel mannað og afar sterkt lið. Býst við einhverjum óþekktum Hákonum „Þeir eru eflaust með unga og uppalda innan sinna raða sem maður veit ekki af. Einhverja Hákona til dæmis. Við búumst við því að þeir séu ekkert veikari en þeir hafa verið undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. „Við þurfum að nýta okkur það að við byrjum einvígið hér á Kópavogsvelli þar sem okkur líður vel og þekkjum hvern annan vel. Vitum hvernig boltinn hagar sér og með fólkið að styðja við bakið á okkur. Það er mikilvægt að vera við sjálfir, hugrakkir, stíga hátt upp á þá og vera agressífir. Hugrakkir og þora. Byrja þannig. Það verður að vera nálgunin,“ sagði Höskuldur. Bein tenging inn til okkar Það eru tveir íslenskir leikmenn í liði FCK, þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson sem er auðvitað sonur þjálfara Breiðabliks, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það er skemmtilegt og skapar tengingu. Beina tengingu inn til okkar. Ég held að Skaginn, allir sem einn, voru að reyna að tryggja sér miða. Ég held að það sé mjög mikil tilhlökkun og sökum þess er meiri spenna og enn meiri áhugi fyrir þessum viðburði,“ sagði Höskuldur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Höskuldur: Vitum hvernig boltinn hagar sér hér
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira