Lífið

Hegðunin á flug­vellinum hafi gert út­slagið

Máni Snær Þorláksson skrifar
Cara Delevingne segir að það hafi gert útslagið að sjá myndböndin og myndirnar af sjálfri sér á flugvellinum.
Cara Delevingne segir að það hafi gert útslagið að sjá myndböndin og myndirnar af sjálfri sér á flugvellinum. EPA/JUSTIN LANE

Fyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne segir það vel þess virði að hafa ákveðið að verða edrú. Hún segir það hafa gert útslagið að sjá sjálfa sig að haga sér furðulega á flugvelli. Þá hafi hún ákveðið að fara í meðferð.

„Þetta hefur ekki verið auðvelt,“ segir Delevingne í viðtali við bresku útgáfu tímaritsins Elle. Hún segir þó að það hafi komi aldrei upp augnablik þar sem hún sér eftir því að hafa farið í meðferð. „Hver einasta sekúnda hefur verið þess virði. Ég veit ekki hvað þyrfti að gerast svo ég myndi gefast upp. Ég er stöðug. Ég er rólegri.“

Myndbönd og myndir af hegðun Delevingne á Van Nuys flugvellinum í Los Angeles vöktu töluverða athygli þegar fjallað var um þau í september árið 2022. Fullyrt var að vinir Delevingne hefðu miklar áhyggjur af henni vegna hegðunar hennar á þeim tíma. 

 „Þetta er ógnvekjandi fyrir fólkið sem elskar mann,“ sagði Delevingne í viðtali við Vogue í vor. Þar sagði hún að á þessum tímapunkti hafi fjöldi fólks í kringum hana haft miklar áhyggjur af henni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×