Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júlí 2023 17:01 Fyrrverandi nágranni Elísabetar hefur þegar merkt stíginn. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. „Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann. Skipulag Reykjavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
„Þetta hljómar mjög egósentrískt en þetta er gert til að aðrar konur, og stelpur, fatti að göturnar mega heita eftir þeim. Þetta ætti að vera stelpuhverfi,“ segir Elísabet sem hefur hrundið af stað undirskriftalista til að fá nafnabreytinguna í gegn. „Mér finnst svo gaman að láta hluti snúast um mig en svo fara þeir alltaf að snúast um eitthvað annað í leiðinni.“ Um er að ræða lítinn stíg sem verður til á milli Hringbrautar og Sólvallagötu. Verið er að reisa stórhýsi á hinum svokallaða Býkóreit og mun stígurinn liggja á milli þess og gömlu húsanna við Framnesveg. Stíginn á að nefna Hoffmansstíg eftir Pétri Hoffmann Salómonssyni, smábátasjómanni og rithöfundi. En Elísabet segir að nóg sé til af götum nefndum eftir framliðnum körlum. Í gamni og alvöru Elísabet býr núna í Hveragerði en frá árinu 1989 til 2020 bjó hún bakhúsi við Framnesveg. „Húsið mitt, sem ég bjó í í þrjátíu ár, hefði staðið við þennan stíg,“ segir Elísabet. „Ég hef sett upp listasýningar í þessu húsi, sinnt börnum, farið í forsetaframboð, í meðferð og inn á geðspítala þegar ég bjó í þessu húsi. Þarna skrifaði ég líka allar bækurnar mínar þrjátíu, eldaði ofboðslega mikið af kjötsúpu og dansaði í kringum Ufsaklett.“ Elísabet Jökulsdóttir bjó í þrjátíu ár í húsinu sem hefði staðið við veginn. Vísir/Vilhelm Elísabet segir hugmyndina bæði til gamans og alvöru. Það væri í alvörunni góð hugmynd að nefna stíginn Elísabetarstíg. Hugmyndin hefur einnig fengið hljómgrunn í hverfinu því að fyrrverandi nágranni hennar og íbúi við nýja stíginn hefur þegar látið búa til skilti og hengt það á bárujárnsgirðingu sína. Þá hafa byggingarverkamennirnir sem vinna við gerð stórhýsisins tekið mjög vel í hugmyndina og kalla stíginn ekkert annað en Elísabetarstíg. „Þetta yrði líka til heiðurs konunum í hverfinu, sem voru að ala upp fimm börn og misstu karlana í sjóinn,“ segir Elísabet. „Þær bjuggu í þessum húsum. Það mæti koma upp skilti við Elísabetarstíg þar sem þessum konum öllum yrði minnst.“ Með listann til Einars Þegar hafa safnast um 160 undirskriftir á listann en Elísabet segir takmarkið vera þúsund hið minnsta. Þá ætlar hún að fara með listann niður í Ráðhús Reykjavíkur og krefjast breytinga. „Ég ætla að fara með listann til Einars Þorsteinssonar,“ segir Elísabet. „Við Einar tengdumst svo vel í forsetaframboðinu. Hann var alltaf svo góður við mig og hliðhollur mér. Ég fékk mikið dálæti að Einari þó hann væri í Framsóknarflokknum og allt það.“ Hér má nálgast undirskriftalistann.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira