Um svokallaðan ofursamning er að ræða, eða „supermax contract“ eins og slíkir samningar kallast í NBA. Aðeins örfáir leikmenn hverju sinni uppfylla skilyrðin til að fá slíka ofursamninga, en níu slíkir voru virkir á liðnu tímabili.
Brown er nú á síðasta ári samnings síns og mun þéna tæpar 32 milljónir dollara næsta tímabil. Haustið 2024 fær hann svo ansi hressilega launahækkun, eða um 20 milljónir dollara. Þetta verður eins og áður sagði verðmætasti samningurinn í sögu deildarinnar og trompar nýlegan ofursamning Nikola Jokic um 34 milljónir.
— Bobby Marks (@BobbyMarks42) July 25, 2023
Tímabilið 2024-25 munu Boston Celtics því greiða um 115 milljónir í laun til aðeins þriggja leikmanna, að því gefnu að Kristpas Porzingis verði áfram leikmaður liðsins og Jayson Tatum nýti sér ákvæði um framlengingu á sínum samning.