Hjólar í eigin aðdáendur Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:48 Doja Cat virðist ekki vera ýkja hrifin af sínum eigin aðdáendum. EPA/JUSTIN LANE Tónlistarkonan Doja Cat hefur vakið töluverða athygli fyrir ummæli um aðdáendur sína sem hún lét falla á samfélagsmiðlum. Hún virðist ekki vera mjög hrifin af sínum hörðustu aðdáendum og segir þeim að hætta í símanum og byrja að vinna. Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati. Hollywood Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Ástæðuna fyrir pirringi Doja Cat má rekja til þess að aðdáendur hennar kalla sig kettlinga eða „kittenz“ eins og það er skrifað á ensku. Tónlistarkonan hraunar yfir þetta í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum Threads, nýjum miðli Meta sem virkar á svipaðan hátt og Twitter. Í færslunni segir hún að ef aðdáendur sínir kalla sig þetta þá þýði það að þeir „þurfi að hætta í símanum og fá sér vinnu og hjálpa foreldrum sínum með heimilishaldið.“ Aðdáendur Doja Cat hafa þó bent henni á að hún sjálf hafi kallað aðdáendur sína „kittenz“ árið 2019. Síðan þá hefur Doja Cat eytt Threads aðgangi sínum. Ummælin virðast þó hafa haft áhrif á fylgjendafjölda hennar á Instagram en samkvæmt Daily Mail hefur hún misst um 250 þúsund fylgjendur síðan ummælin féllu. Sagði aðdáanda að endurhugsa líf sitt Þegar aðdáandi hennar spurði hvað þau eigi að kalla sig í staðinn var Doja Cat ekki með nein önnur nöfn í huga. Hún hvatti hins vegar aðdáandann til að eyða samfélagsmiðlasíðunni sinni, sem tileinkuð er Doja Cat, og endurhugsa líf sitt. „Það er aldrei of seint,“ sagði hún. Samkvæmt Los Angeles Times virðist vera sem fjöldi af samfélagsmiðlasíðum sem tileinkaðar voru Doja Cat hafi verið lokað í kjölfar þessara ummæla. Þá spurði einn aðdáandi Doja Cat hvort hún elskaði ekki aðdáendur sína. Því svaraði hún neitandi: „Ég geri það ekki því ég þekki ykkur ekki einu sinni.“ Einnig gagnrýndi hún aðdáendur sína fyrir að nota skírnarnafn sitt, það sé virkilega óhugnarlegt að hennar mati.
Hollywood Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira