Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2023 22:51 Miklar umræður hafa verið um sorphirðu í Reykjavík undanfarið. Teitur Atlason Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá. Margir borgarbúar hafa tekið eftir stútfullum grenndargámum undanfarið, meira en oft áður. Skýringar Terra, sem sinnir tæmingu gámanna fyrir borgina, hafa verið þær að bilun hafi komið upp í búnaði og að aukið álag hafi verið á grenndargámum vegna tunnuskipta í borginni. „Þeir hefðu átt að vera betur undirbúnir ef þeir sáu þetta fyrir. En þetta er ekki nýtt vandamál, þetta er búið að vera svona lengi. Þetta sést kannski betur núna því þeir hafa aldeilis ekki staðið sig í stykkinu,“ segir Teitur Atlason, íbúi í vesturbæ Reykjavíkur. „Það er ekki hægt að benda á einhverja bilaða vél eða einhverja skrúfu sem vantar þegar sorpmál höfuðborgar Íslands eru í algjörum ólestri. Það verður bara að redda þessu einhvern vegin. Það má troða þessu bara inn í einhvern gám á meðan er verið að bíða eftir einhverri skrúfu frá Þýskalandi.“ Fyllist á þremur dögum en tæmdir á sjö daga fresti Þegar fréttastofa leit við á grenndargámanna við Vesturbæjarlaug rétt eftir hádegi í dag var búið að tæma gler- og pappagáma en plastgámurinn var enn stútfullur. „Þetta er frekar léleg lausn. Þetta verður að vera í lagi, ekki sumt heldur allt,“ segir Teitur. Þá sé óeðlilegt að þeir sem hirði sorp úr gámunum geti ekki tekið upp það sem safnast hefur við þá vegna sinnuleysis. Yfirleitt séu gámarnir tæmdir einu sinni í viku en fyllist á þremur dögum. „Eftir því sem mér skilst neita starfsmenn Terra að þrífa upp þetta dót,“ segir Teitur og bendir á haug af plastrusli sem liggur við gámanna. „Hvers konar þjónn er það sem neitar að taka til og segir að þetta sé ekki hans vandamál? Þá á bara að taka fram í samningum við þetta fyrirtæki að þeir eigi að hafa þetta snyrtilegt.“ Sektir eða riftun samnings Leita eigi nýrra lausna. „Það á að segja upp þessum samningum við Terra, fá einhverja aðra til að sinna þessu vegna þess að Terra er ekki að gera þetta. Ég sé fyrir mér að láta kapítalismann virka eins og hann á að virka og fá bara fólk sem á vörubíla með kló til að gera tilboð í verkið. Fá kannski einn mann til að sjá um þessa stöð og kannski eina í viðbót og fá greitt fyrir það, vegna þess að þetta er ekki ódýr þjónusta,“ segir Teitur. Terra fái háar greiðslur í hverjum mánuði fyrir þjónustu sem það sinni ekki. Taka eigi nágrannalöndin til fyrirmyndar þar sem þjónustuaðilar yrðu sektaðir ef rusl myndi hlaðast upp við grenndarstöð. „Ef þetta væri svona í Svíþjóð, þar sem ég bjó um langa hríð, væri fyrirtækið sektað hressilega ef þetta gerðist. Stöðin á ekki að vera full af drasli.“ Fáránlegt að fara á Land Cruiser í Sorpu til að henda nokkrum pappakössum Biðlað hefur verið til fólks að fara með rusl á endurvinnslustöðvar Sorpu ef grenndargámar eru fullir. Teitur segir það fáránlega kröfu á íbúa. „Fullt af íbúum Reykjavíkur eru ekki á bíl. Það er fáránlegt að ef til þess að taka þátt í endurvinnslu og endurnýtingu þurfi maður að eiga bíl. Mér finnst fáránleg sjón, svolítið dæmigert kannski fyrir ástandið, þegar maður sér Land Cruiser fara í Sorpu og henda nokkrum pappakössum. Það er bara rugl. Fólk á að geta ferðast um borgina og sinnt sínum skyldum án þess að taka með sér tvö og hálft tonn af stáli hvert sem það fer.“ Reykjavík Sorphirða Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Margir borgarbúar hafa tekið eftir stútfullum grenndargámum undanfarið, meira en oft áður. Skýringar Terra, sem sinnir tæmingu gámanna fyrir borgina, hafa verið þær að bilun hafi komið upp í búnaði og að aukið álag hafi verið á grenndargámum vegna tunnuskipta í borginni. „Þeir hefðu átt að vera betur undirbúnir ef þeir sáu þetta fyrir. En þetta er ekki nýtt vandamál, þetta er búið að vera svona lengi. Þetta sést kannski betur núna því þeir hafa aldeilis ekki staðið sig í stykkinu,“ segir Teitur Atlason, íbúi í vesturbæ Reykjavíkur. „Það er ekki hægt að benda á einhverja bilaða vél eða einhverja skrúfu sem vantar þegar sorpmál höfuðborgar Íslands eru í algjörum ólestri. Það verður bara að redda þessu einhvern vegin. Það má troða þessu bara inn í einhvern gám á meðan er verið að bíða eftir einhverri skrúfu frá Þýskalandi.“ Fyllist á þremur dögum en tæmdir á sjö daga fresti Þegar fréttastofa leit við á grenndargámanna við Vesturbæjarlaug rétt eftir hádegi í dag var búið að tæma gler- og pappagáma en plastgámurinn var enn stútfullur. „Þetta er frekar léleg lausn. Þetta verður að vera í lagi, ekki sumt heldur allt,“ segir Teitur. Þá sé óeðlilegt að þeir sem hirði sorp úr gámunum geti ekki tekið upp það sem safnast hefur við þá vegna sinnuleysis. Yfirleitt séu gámarnir tæmdir einu sinni í viku en fyllist á þremur dögum. „Eftir því sem mér skilst neita starfsmenn Terra að þrífa upp þetta dót,“ segir Teitur og bendir á haug af plastrusli sem liggur við gámanna. „Hvers konar þjónn er það sem neitar að taka til og segir að þetta sé ekki hans vandamál? Þá á bara að taka fram í samningum við þetta fyrirtæki að þeir eigi að hafa þetta snyrtilegt.“ Sektir eða riftun samnings Leita eigi nýrra lausna. „Það á að segja upp þessum samningum við Terra, fá einhverja aðra til að sinna þessu vegna þess að Terra er ekki að gera þetta. Ég sé fyrir mér að láta kapítalismann virka eins og hann á að virka og fá bara fólk sem á vörubíla með kló til að gera tilboð í verkið. Fá kannski einn mann til að sjá um þessa stöð og kannski eina í viðbót og fá greitt fyrir það, vegna þess að þetta er ekki ódýr þjónusta,“ segir Teitur. Terra fái háar greiðslur í hverjum mánuði fyrir þjónustu sem það sinni ekki. Taka eigi nágrannalöndin til fyrirmyndar þar sem þjónustuaðilar yrðu sektaðir ef rusl myndi hlaðast upp við grenndarstöð. „Ef þetta væri svona í Svíþjóð, þar sem ég bjó um langa hríð, væri fyrirtækið sektað hressilega ef þetta gerðist. Stöðin á ekki að vera full af drasli.“ Fáránlegt að fara á Land Cruiser í Sorpu til að henda nokkrum pappakössum Biðlað hefur verið til fólks að fara með rusl á endurvinnslustöðvar Sorpu ef grenndargámar eru fullir. Teitur segir það fáránlega kröfu á íbúa. „Fullt af íbúum Reykjavíkur eru ekki á bíl. Það er fáránlegt að ef til þess að taka þátt í endurvinnslu og endurnýtingu þurfi maður að eiga bíl. Mér finnst fáránleg sjón, svolítið dæmigert kannski fyrir ástandið, þegar maður sér Land Cruiser fara í Sorpu og henda nokkrum pappakössum. Það er bara rugl. Fólk á að geta ferðast um borgina og sinnt sínum skyldum án þess að taka með sér tvö og hálft tonn af stáli hvert sem það fer.“
Reykjavík Sorphirða Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira