„Skylda mín að lifa lífinu fyrir hann“ Íris Hauksdóttir skrifar 29. júlí 2023 07:01 Úlfur Eldjárn vissi snemma hvert hann vildi stefna. Vísir/Einar Tónlistarmaðurinn Úlfur Eldjárn vissi snemma hvert hann vildi stefna. Fyrirmyndina fékk hann frá bróður sínum sem lést langt um aldur fram. Hann hleypur nú heilt maraþon í minningu bræðra sinna. Bræðurnir voru samtals fimm með þetta þjóðþekkta ættarnafn. Faðir þeirra Þórarinn Eldjárn hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld og þýðandi, svo ekki sé minnst á afa þeirra, Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseta og fornleifafræðing. Það skyldi því engan undra að vegir þeirra flestra hafi legið í átt að textasmíði og tónfræði. Sjálfur hefur Úlfur unnið við tónsmíðar allt sitt líf og miðjubarnið Ari er þekktur um allan heim fyrir uppistandssýningar sínar, meðal annars á Netflix. Fjölskyldusagan er þó þyrnum stráð. Tveir elstu bræðurnir létust langt fyrir aldur fram. Annar vegna mikillar fötlunar en hinn vegna óvæntra veikinda. Úlfur, ásamt eftirlifandi bræðrum sínum stofnaði styrktarsjóð fyrir efnilegt tónlistarfólk.Vísir/Einar Ári eftir fráfall elsta bróðursins Kristjáns, stofnuðu fjölskylda og vinir hans minningarsjóð í hans nafni með það markmið að styrkja framúrskarandi tónlistarfólk með veglegum verðlaunum. „Kristján var ákveðinn frumkvöðull í íslensku tónlistarsenunni,“ segir Úlfur í samtali við blaðakonu og heldur áfram. „Hann gerði ekki upp á milli tónlistartegunda, menntaði sig bæði í klassískum gítarleik og djassi, spilaði í popphljómsveitum, samdi tónlist fyrir leikhús, auglýsingar og stuttmyndir. Hann starfaði jafnframt sem upptökustjóri og hélt í tónleikaferðir um landsbyggðina, einn með klassískan gítar. Minningarsjóðurinn hefur starfað í hans anda, og styrkt tónlistarfólk með mjög ólíkan bakgrunn, meðal annarra Daníel Bjarnason, Skúla Sverrisson, Sóleyju Stefánsdóttur, Heklu Magnúsdóttur og fjölmarga aðra framúrskarandi tónlistarmenn.“ Úlfur heiðrar minningu látinna bræðra sinna með því að hlaupa heilt maraþon nú í ágúst.Vísir/Einar Til að heiðra minningu bræðra sinna, hafa þeir Úlfur, Ari og Halldór, ásamt föður þeirra Þórarni, tekið þátt í þó nokkrum Reykjavíkurmaraþonum og safnað áheitum fyrir minningarsjóðinn. Úlfur segist vilja fagna því sem Ólafur bróðir hans heitinn fékk ekki að upplifa. Fallegt framhald af honum „Ólafur bróðir minn fæddist mikið fatlaður. Veikindi hans voru mikið áfall fyrir foreldra mína sem voru mjög ungir að árum og við nám í Svíþjóð þegar hann fæddist. Þau höfðu lítið bakland og þurftu að takast á við þetta risastóraverkefni svo að segja alein. Ég fæddist aftur á móti ári síðar og upplifði því auðvitað ekki veikindi hans sem áfall. Við yngri bræðurnir ólumst bara upp við að það væri ekkert eðlilegra en að Óli bróðir væri sá sem hann var. Og jafnvel þótt hann gæti ekkert hreyft sig og hefði enga leið til að tjá sig, þá átti hver og einn okkar í persónulega sambandi við hann. Ég sem var bara ári yngri en hann var meðvitaður um að ég var að fá öll tækifærin sem hann fékk ekki, og fannst á ákveðinn hátt að mér bæri skylda til að lifa lífinu fyrir hans hönd. Og það var fallegt hlutverk, að fá að vera svona sjálfstætt framhald af honum.“ Úlfur ákvað að verða tónlistarmaður eins og stóri bróðir sinn en innblásturinn fékk hann frá Prúðuleikurunum. Vísir/Einar Féllu báðir frá á stuttum tíma Ólafur dó árið 1998 og skyldi eftir sig djúpt skarð í fjölskylduna, en aðeins tveimur árum síðar veikist elsti bróðirinn, Kristján, skyndilega og varð mjög alvarlega veikur af krabbameini í heila. Hann féll frá tveimur árum síðar, 2002 eftir harða baráttu við sjúkdóminn. Úlfur lýsir honum sem mikilli fyrirmynd í sínu lífi og segir söknuðinn enn rífa harkalega í hjartaræturnar. „Hann var einstaklega ákveðinn, gamansamur og drífandi og sem stóri bróðir minn hafði hann rosaleg áhrif á mig. Hann var sem dæmi svo harðákveðinn í því frá unga aldri að hann ætlaði að verða gítarleikari. Ég smitaðist auðvitað af þessari kappsemi og varð jafn harðákveðinn og hann í að verða tónlistarmaður. Ég setti stefnuna á saxófóninn sem ég kynntist að sjálfsögðu í gegnum hina stórgóðu þætti um Prúðuleikarana. Ég efast um að ég hefði verið eins einbeittur á frama innan tónlistarinnar ef ekki hefði verið fyrir hann.“ Úlfur er í dag á mikilli siglingu sem tónskáld og tónlistarflytjandi. Hann semur tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp og skapar metnaðarfull tilraunaverkefni á borð við staðsetningartónverkið Reykjavík GPS - þar sem ákveðnir tónar eru bundnir við ákveðnar staðsetningar í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess er hann í langfrægasta og farsælasta, og reyndar eina orgelkvartett landsins, Apparat Organ Quartet. Endurspegla karakterinn sem Kristján hafði að geyma „Þetta var gríðarlega stórt skarð fyrir fjölskylduna að missa þá báða með svo stuttu millibili en eins og allir sem glíma við áföll reyndum við bara að halda áfram með lífið,“ segir Úlfur. Ári eftir dauða Kristjáns hafi þau haldið tónleika í minningu hans þar sem fjöldi þjóðþekktra listamanna kom fram, þeirra á meðal Þursaflokkurinn. Í kjölfarið var minningarsjóðurinn stofnaður. „Þeir sem hljóta styrk úr honum endurspegla að okkar mati þann karakter sem Kristján hafði að geyma. Í dag þykir sjálfsagt að blanda saman tónlistartegundum en þegar hann var á lífi var tónlist mun meira flokkuð í hólf. Annað hvort varstu í klassík eða poppi.“ Hleypur heilt maraþon honum til heiðurs Reykjavíkurmaraþonið er mjög mikilvæg tekjulind fyrir sjóðinn og í ár ætlar Úlfur að setja markið hærra en nokkru sinni áður. „Í fyrra var stórt ár, þegar Kristján hefði orðið fimmtugur, og til að fagna því var allt lagt undir. Í einhverju bjartsýniskasti lofaði ég að ef við næðum ákveðinni upphæð, myndi ég hlaupa heilt maraþon að ári.“ Skemmst er frá því að segja að markmiðið náðist og vel það. Nú er komið að skuldadögum og segist Úlfur ætla að standa við stóru orðin og hlaupa heilt maraþon. Heila 42 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Markmiðið að skríða í mark og verða vonandi ekki síðastur Veturinn virtist þó endalaus og varð minna úr hlaupaæfingum en til stóð. Í upphafi sumars fór Úlfur til Ítalíu þar sem hann gerði að eigin sögn lítið annað en að kolvetnisjafna sig. Hann hóf því ekki æfingar fyrr en nú síðsumars og segir á brattann hafi verið að sækja. „Ég ætla nú ekkert að stressa mig of mikið á þessu. Markmiðið er bara að skríða í mark og verða vonandi ekki síðastur.“ Úlfur segist háður því að hafa eitthvað í eyrunum á meðan hann hleypur.Vísir/Einar Spurður hvort hann hlusti á náttúruna eða hafi eitthvað í eyrunum á meðan hann hleypur segist hann háður því að hlusta á tónlist eða hljóðbækur. „Ef ég gleymi heyrnartólunum heima þá fresta ég hlaupinu. Það eina leiðinlega við að vinna sem tónlistarmaður er að maður getur aldrei hlustað á tónlist í vinnunni. Hlaupið verður þannig líka kærkomið tækifæri til að hlusta á tónlist og næra heilann. Þegar ég hleyp langt hlusta ég líka á talað mál og í þessum undirbúningi hef ég hlustað mikið á þættina Árið er frá RÁS2. Þeir eru fullkomnir í að halda hausnum við efnið.“ En varstu mikill íþróttagarpur sem barn? „Nei, ég hafði engan áhuga á íþróttum, nema skák og tölvuleikjum. Þegar ég varð unglingur fannst mér líklega fátt ömulegra í heiminum en íþróttir. Mamma segir að sem barn hafi ég aldrei lært að hlaupa. Ég mætti illa í leikfimi í menntaskóla og leikfimikennarinn þurfti að hringja heim svo ég myndi örugglega mæta í lokaprófið í útihlaupi því annars hefði ég ekki fengið að útskrifast. Það er dálítið furðulegt að hugsa til þess núna, en ég gat bara engan veginn hugsað mér að hlaupa þessa tvo hringi í kringum Tjörnina sem þurfti til að ég mætti útskrifast sem stúdent.“ Öskrar sig hásann á hliðarlínunni Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að sú hugmynd kviknaði hjá Úlfi að það væri sniðugt að hreyfa sig. „Ég byrjaði að fikta við hreyfingu rétt eftir fertugt og allt í einu kviknaði á perunni. Í dag skil ég eiginlega ekkert í sjálfum mér að hafa ekki haft gaman af íþróttum sem barn. Í dag mæti ég á fótboltamót hjá börnunum mínum og öskra mig hásann á hliðarlínunni. Þykist vita miklu betur en þau hvað eigi að gera þótt ég hafi aldrei spilað fótbolta sjálfur. Stefnan er alla vega tekin á heilt maraþon í ár og ég hvet sem flesta að heita á mig.“ Áhugasamir geta smellt heiti á Úlf hér. Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira
Bræðurnir voru samtals fimm með þetta þjóðþekkta ættarnafn. Faðir þeirra Þórarinn Eldjárn hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld og þýðandi, svo ekki sé minnst á afa þeirra, Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseta og fornleifafræðing. Það skyldi því engan undra að vegir þeirra flestra hafi legið í átt að textasmíði og tónfræði. Sjálfur hefur Úlfur unnið við tónsmíðar allt sitt líf og miðjubarnið Ari er þekktur um allan heim fyrir uppistandssýningar sínar, meðal annars á Netflix. Fjölskyldusagan er þó þyrnum stráð. Tveir elstu bræðurnir létust langt fyrir aldur fram. Annar vegna mikillar fötlunar en hinn vegna óvæntra veikinda. Úlfur, ásamt eftirlifandi bræðrum sínum stofnaði styrktarsjóð fyrir efnilegt tónlistarfólk.Vísir/Einar Ári eftir fráfall elsta bróðursins Kristjáns, stofnuðu fjölskylda og vinir hans minningarsjóð í hans nafni með það markmið að styrkja framúrskarandi tónlistarfólk með veglegum verðlaunum. „Kristján var ákveðinn frumkvöðull í íslensku tónlistarsenunni,“ segir Úlfur í samtali við blaðakonu og heldur áfram. „Hann gerði ekki upp á milli tónlistartegunda, menntaði sig bæði í klassískum gítarleik og djassi, spilaði í popphljómsveitum, samdi tónlist fyrir leikhús, auglýsingar og stuttmyndir. Hann starfaði jafnframt sem upptökustjóri og hélt í tónleikaferðir um landsbyggðina, einn með klassískan gítar. Minningarsjóðurinn hefur starfað í hans anda, og styrkt tónlistarfólk með mjög ólíkan bakgrunn, meðal annarra Daníel Bjarnason, Skúla Sverrisson, Sóleyju Stefánsdóttur, Heklu Magnúsdóttur og fjölmarga aðra framúrskarandi tónlistarmenn.“ Úlfur heiðrar minningu látinna bræðra sinna með því að hlaupa heilt maraþon nú í ágúst.Vísir/Einar Til að heiðra minningu bræðra sinna, hafa þeir Úlfur, Ari og Halldór, ásamt föður þeirra Þórarni, tekið þátt í þó nokkrum Reykjavíkurmaraþonum og safnað áheitum fyrir minningarsjóðinn. Úlfur segist vilja fagna því sem Ólafur bróðir hans heitinn fékk ekki að upplifa. Fallegt framhald af honum „Ólafur bróðir minn fæddist mikið fatlaður. Veikindi hans voru mikið áfall fyrir foreldra mína sem voru mjög ungir að árum og við nám í Svíþjóð þegar hann fæddist. Þau höfðu lítið bakland og þurftu að takast á við þetta risastóraverkefni svo að segja alein. Ég fæddist aftur á móti ári síðar og upplifði því auðvitað ekki veikindi hans sem áfall. Við yngri bræðurnir ólumst bara upp við að það væri ekkert eðlilegra en að Óli bróðir væri sá sem hann var. Og jafnvel þótt hann gæti ekkert hreyft sig og hefði enga leið til að tjá sig, þá átti hver og einn okkar í persónulega sambandi við hann. Ég sem var bara ári yngri en hann var meðvitaður um að ég var að fá öll tækifærin sem hann fékk ekki, og fannst á ákveðinn hátt að mér bæri skylda til að lifa lífinu fyrir hans hönd. Og það var fallegt hlutverk, að fá að vera svona sjálfstætt framhald af honum.“ Úlfur ákvað að verða tónlistarmaður eins og stóri bróðir sinn en innblásturinn fékk hann frá Prúðuleikurunum. Vísir/Einar Féllu báðir frá á stuttum tíma Ólafur dó árið 1998 og skyldi eftir sig djúpt skarð í fjölskylduna, en aðeins tveimur árum síðar veikist elsti bróðirinn, Kristján, skyndilega og varð mjög alvarlega veikur af krabbameini í heila. Hann féll frá tveimur árum síðar, 2002 eftir harða baráttu við sjúkdóminn. Úlfur lýsir honum sem mikilli fyrirmynd í sínu lífi og segir söknuðinn enn rífa harkalega í hjartaræturnar. „Hann var einstaklega ákveðinn, gamansamur og drífandi og sem stóri bróðir minn hafði hann rosaleg áhrif á mig. Hann var sem dæmi svo harðákveðinn í því frá unga aldri að hann ætlaði að verða gítarleikari. Ég smitaðist auðvitað af þessari kappsemi og varð jafn harðákveðinn og hann í að verða tónlistarmaður. Ég setti stefnuna á saxófóninn sem ég kynntist að sjálfsögðu í gegnum hina stórgóðu þætti um Prúðuleikarana. Ég efast um að ég hefði verið eins einbeittur á frama innan tónlistarinnar ef ekki hefði verið fyrir hann.“ Úlfur er í dag á mikilli siglingu sem tónskáld og tónlistarflytjandi. Hann semur tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp og skapar metnaðarfull tilraunaverkefni á borð við staðsetningartónverkið Reykjavík GPS - þar sem ákveðnir tónar eru bundnir við ákveðnar staðsetningar í miðbæ Reykjavíkur. Auk þess er hann í langfrægasta og farsælasta, og reyndar eina orgelkvartett landsins, Apparat Organ Quartet. Endurspegla karakterinn sem Kristján hafði að geyma „Þetta var gríðarlega stórt skarð fyrir fjölskylduna að missa þá báða með svo stuttu millibili en eins og allir sem glíma við áföll reyndum við bara að halda áfram með lífið,“ segir Úlfur. Ári eftir dauða Kristjáns hafi þau haldið tónleika í minningu hans þar sem fjöldi þjóðþekktra listamanna kom fram, þeirra á meðal Þursaflokkurinn. Í kjölfarið var minningarsjóðurinn stofnaður. „Þeir sem hljóta styrk úr honum endurspegla að okkar mati þann karakter sem Kristján hafði að geyma. Í dag þykir sjálfsagt að blanda saman tónlistartegundum en þegar hann var á lífi var tónlist mun meira flokkuð í hólf. Annað hvort varstu í klassík eða poppi.“ Hleypur heilt maraþon honum til heiðurs Reykjavíkurmaraþonið er mjög mikilvæg tekjulind fyrir sjóðinn og í ár ætlar Úlfur að setja markið hærra en nokkru sinni áður. „Í fyrra var stórt ár, þegar Kristján hefði orðið fimmtugur, og til að fagna því var allt lagt undir. Í einhverju bjartsýniskasti lofaði ég að ef við næðum ákveðinni upphæð, myndi ég hlaupa heilt maraþon að ári.“ Skemmst er frá því að segja að markmiðið náðist og vel það. Nú er komið að skuldadögum og segist Úlfur ætla að standa við stóru orðin og hlaupa heilt maraþon. Heila 42 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Markmiðið að skríða í mark og verða vonandi ekki síðastur Veturinn virtist þó endalaus og varð minna úr hlaupaæfingum en til stóð. Í upphafi sumars fór Úlfur til Ítalíu þar sem hann gerði að eigin sögn lítið annað en að kolvetnisjafna sig. Hann hóf því ekki æfingar fyrr en nú síðsumars og segir á brattann hafi verið að sækja. „Ég ætla nú ekkert að stressa mig of mikið á þessu. Markmiðið er bara að skríða í mark og verða vonandi ekki síðastur.“ Úlfur segist háður því að hafa eitthvað í eyrunum á meðan hann hleypur.Vísir/Einar Spurður hvort hann hlusti á náttúruna eða hafi eitthvað í eyrunum á meðan hann hleypur segist hann háður því að hlusta á tónlist eða hljóðbækur. „Ef ég gleymi heyrnartólunum heima þá fresta ég hlaupinu. Það eina leiðinlega við að vinna sem tónlistarmaður er að maður getur aldrei hlustað á tónlist í vinnunni. Hlaupið verður þannig líka kærkomið tækifæri til að hlusta á tónlist og næra heilann. Þegar ég hleyp langt hlusta ég líka á talað mál og í þessum undirbúningi hef ég hlustað mikið á þættina Árið er frá RÁS2. Þeir eru fullkomnir í að halda hausnum við efnið.“ En varstu mikill íþróttagarpur sem barn? „Nei, ég hafði engan áhuga á íþróttum, nema skák og tölvuleikjum. Þegar ég varð unglingur fannst mér líklega fátt ömulegra í heiminum en íþróttir. Mamma segir að sem barn hafi ég aldrei lært að hlaupa. Ég mætti illa í leikfimi í menntaskóla og leikfimikennarinn þurfti að hringja heim svo ég myndi örugglega mæta í lokaprófið í útihlaupi því annars hefði ég ekki fengið að útskrifast. Það er dálítið furðulegt að hugsa til þess núna, en ég gat bara engan veginn hugsað mér að hlaupa þessa tvo hringi í kringum Tjörnina sem þurfti til að ég mætti útskrifast sem stúdent.“ Öskrar sig hásann á hliðarlínunni Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að sú hugmynd kviknaði hjá Úlfi að það væri sniðugt að hreyfa sig. „Ég byrjaði að fikta við hreyfingu rétt eftir fertugt og allt í einu kviknaði á perunni. Í dag skil ég eiginlega ekkert í sjálfum mér að hafa ekki haft gaman af íþróttum sem barn. Í dag mæti ég á fótboltamót hjá börnunum mínum og öskra mig hásann á hliðarlínunni. Þykist vita miklu betur en þau hvað eigi að gera þótt ég hafi aldrei spilað fótbolta sjálfur. Stefnan er alla vega tekin á heilt maraþon í ár og ég hvet sem flesta að heita á mig.“ Áhugasamir geta smellt heiti á Úlf hér.
Ástin og lífið Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Sjá meira