Lögbrotið kom í ljós þegar tveimur körlum var skipt út fyrir aðra Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 14:14 Hraðfrystihúsið Gunnvör er með útgerð og fiskvinnslu í Hnífsdal á Vestfjörðum. STÖÐ 2/BALDUR Of margir karlmenn hafa setið í stjórn og varastjórn Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal nær sleitulaust í tíu ár. Framkvæmdastjóri segir stjórn hafa verið kjörna í góðri trú og stjórnendur talið ákvæði laga um hlutföll kynja í stjórnum vera uppfyllt. Til standi að laga hlutfallið sem fyrst. Hlutafélagalög kveða á um að hlutfall kvenna og karla skuli í þessu tilviki ekki vera lægra en fjörutíu prósent. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að tvær konur hafi setið í fimm manna aðalstjórn fyrirtækisins í fimmtán til tuttugu ár og saman myndað fjörutíu prósent stjórnarinnar. Á sama tímabili hafi tveir karlmenn verið varamenn og tekið sæti í varastjórn. Í ljósi þessa töldu stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækisins að skilyrði laganna væri uppfyllt en fyrirtækjaskrá Skattsins gerði nýverið athugasemd þegar tveimur karlmönnum var skipt út fyrir aðra. Skýringin er sú að þegar karlkyns varamennirnir tveir eru taldir með, líkt og gert er ráð fyrir í lögum, fellur heildarhlutfall kvenna í aðal- og varastjórn niður fyrir fjörutíu prósent viðmiðið. Fyrirtækið gerir út togarann Pál Pálsson ÍS-102 sem er nefndur í höfuðið á fyrsta stjórnarformanni fyrirtækisins.Hraðfrystihúsið Gunnvör Engin breyting á kynjahlutföllum Einar segir að einn karlmaður hafi farið út úr aðalstjórn félagsins á síðasta ári í kjölfar breytingar á eignarhaldi félagsins og síðar hafi einn varamaður hætt sömuleiðis. „Núna í rúmt ár eru bara búin að vera tveir karlar og tvær konur í stjórninni og núna á aðalfundi síðast var bætt við einum karli í viðbót eins og verið hafði og sömuleiðis einum karli í varastjórn eins og verið hafði. Það var engin breyting á kynjahlutföllum en apparatið kemst að því að við uppfyllum ekki kynjahlutföllin,“ segir Einar og vísar þar til fyrirtækjaskrár Skattsins sem heldur utan um upplýsingar um stjórnir hlutafélaga. Ekki hafi verið gerð athugasemd við þetta fyrr en gögnum var skilað inn í kjölfar þess að ný stjórn var kjörin. Nú væri bent á að minnst ein kona þyrfti sömuleiðis að vera í varastjórn. Samkvæmt þessari túlkun fyrirtækjaskrár hefur félagið ekki uppfyllt lagaákvæði um kynjakvóta í stjórnum frá því það tók gildi árið 2013, ef frá er talið það tímabil sem leið frá því að annar varamaðurinn hætti og nýr karlmaður var kjörinn í hans stað. Engum vikið úr stjórn til að laga hlutfallið BB.is greindi fyrst frá málinu en þar er staðhæft að kynjahlutfallið hafi verið lagað með því að fækka um einn karlmann í aðalstjórn. Einar segir þetta rangt og að vandinn hafi komið í ljós eftir að stjórnarmaðurinn hætti í fyrra vegna breytinga á eignarhaldi. Í lögum um hlutafélög er kveðið á um að hlutafélög með yfir fimmtíu starfsmenn og fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall karla og kvenna í stjórn ekki vera lægra en fjörutíu prósent. „Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust,“ segir þar jafnframt. „Menn voru bara í góðri trú í fleiri vikur og mánuði. Svo kemur þetta frá [fyrirtækjaskrá] og við þurfum bara að bregðast við því og gerum það. Þetta er ekkert vandamál,“ segir Einar. Bæta þurfi úr þessu fljótlega og það verði gert á næsta hluthafafundi félagsins. 63. grein laga um hlutafélög Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn. Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags. Sjávarútvegur Jafnréttismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. 18. júlí 2023 12:11 Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. 25. maí 2022 15:18 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Hlutafélagalög kveða á um að hlutfall kvenna og karla skuli í þessu tilviki ekki vera lægra en fjörutíu prósent. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að tvær konur hafi setið í fimm manna aðalstjórn fyrirtækisins í fimmtán til tuttugu ár og saman myndað fjörutíu prósent stjórnarinnar. Á sama tímabili hafi tveir karlmenn verið varamenn og tekið sæti í varastjórn. Í ljósi þessa töldu stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækisins að skilyrði laganna væri uppfyllt en fyrirtækjaskrá Skattsins gerði nýverið athugasemd þegar tveimur karlmönnum var skipt út fyrir aðra. Skýringin er sú að þegar karlkyns varamennirnir tveir eru taldir með, líkt og gert er ráð fyrir í lögum, fellur heildarhlutfall kvenna í aðal- og varastjórn niður fyrir fjörutíu prósent viðmiðið. Fyrirtækið gerir út togarann Pál Pálsson ÍS-102 sem er nefndur í höfuðið á fyrsta stjórnarformanni fyrirtækisins.Hraðfrystihúsið Gunnvör Engin breyting á kynjahlutföllum Einar segir að einn karlmaður hafi farið út úr aðalstjórn félagsins á síðasta ári í kjölfar breytingar á eignarhaldi félagsins og síðar hafi einn varamaður hætt sömuleiðis. „Núna í rúmt ár eru bara búin að vera tveir karlar og tvær konur í stjórninni og núna á aðalfundi síðast var bætt við einum karli í viðbót eins og verið hafði og sömuleiðis einum karli í varastjórn eins og verið hafði. Það var engin breyting á kynjahlutföllum en apparatið kemst að því að við uppfyllum ekki kynjahlutföllin,“ segir Einar og vísar þar til fyrirtækjaskrár Skattsins sem heldur utan um upplýsingar um stjórnir hlutafélaga. Ekki hafi verið gerð athugasemd við þetta fyrr en gögnum var skilað inn í kjölfar þess að ný stjórn var kjörin. Nú væri bent á að minnst ein kona þyrfti sömuleiðis að vera í varastjórn. Samkvæmt þessari túlkun fyrirtækjaskrár hefur félagið ekki uppfyllt lagaákvæði um kynjakvóta í stjórnum frá því það tók gildi árið 2013, ef frá er talið það tímabil sem leið frá því að annar varamaðurinn hætti og nýr karlmaður var kjörinn í hans stað. Engum vikið úr stjórn til að laga hlutfallið BB.is greindi fyrst frá málinu en þar er staðhæft að kynjahlutfallið hafi verið lagað með því að fækka um einn karlmann í aðalstjórn. Einar segir þetta rangt og að vandinn hafi komið í ljós eftir að stjórnarmaðurinn hætti í fyrra vegna breytinga á eignarhaldi. Í lögum um hlutafélög er kveðið á um að hlutafélög með yfir fimmtíu starfsmenn og fleiri en þrjá stjórnarmenn skuli hlutfall karla og kvenna í stjórn ekki vera lægra en fjörutíu prósent. „Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust,“ segir þar jafnframt. „Menn voru bara í góðri trú í fleiri vikur og mánuði. Svo kemur þetta frá [fyrirtækjaskrá] og við þurfum bara að bregðast við því og gerum það. Þetta er ekkert vandamál,“ segir Einar. Bæta þurfi úr þessu fljótlega og það verði gert á næsta hluthafafundi félagsins. 63. grein laga um hlutafélög Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn. Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags.
63. grein laga um hlutafélög Í stjórn hlutafélags skulu eiga sæti fæst þrír menn. Í stjórnum opinberra hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skal hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna í slíkum félögum en hlutföllin í stjórn og varastjórn skulu þó í heild vera sem jöfnust. Náist ekki viðhlítandi niðurstaða má samþykkja nauðsynlega breytingu með nýrri ákvörðun hluthafafundar en ákvæði um þetta efni skal taka upp í samþykktir félags.
Sjávarútvegur Jafnréttismál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. 18. júlí 2023 12:11 Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. 25. maí 2022 15:18 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. 18. júlí 2023 12:11
Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja. 25. maí 2022 15:18