Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. júlí 2023 12:33 Alberto Nuñez Feijoo, formaður Lýðflokksins fagnar kosningasigri flokksins um síðustu helgi. Gleðin var skammvinn þegar í ljós kom að Lýðflokknum og öfgahægriflokknum VOX mistókst að ná tilskildum fjölda þingsæta til að mynda ríkisstjórn og litlir flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þverneita að styðja stjórn með VOX innanborðs. Marcos del Mazo/Getty Images Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. Það má með sanni segja að hún sé skrýtin tík, pólitíkin. Þegar litið er til spænskra stjórnmála sléttri viku eftir þingkosningarnar má segja að allt sé á hvolfi. Lýðflokkurinn vann en getur samt ekki myndað stjórn Lýðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hann jók fylgi sitt um tólf prósentustig og fór úr 89 þingmönnum í 136, hann bætti við sig 47 þingmönnum. Engu að síður horfir formaður flokksins Alberto Feijóo nú niður í hyldýpi vonleysis um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Þegar þar við bætist að Lýðflokkurinn leiðir meirihluta í tólf sjálfsstjórnarhéruðum Spánar af sautján og vermir borgarstjórastól allra stærstu borga Spánar nema Barcelona, þá er eðlilegt að menn spyrji sig: Hvernig getur staðið á þessu? Og svarið er hreinlega: Öfgahægriflokkurinn VOX. Það er í það minnsta niðurstaða fréttaskýrenda dagblaðsins El Mundo sem þó er leynt og ljóst málgagn hægri manna á Spáni. Ráðamenn Lýðflokksins bera enn fullt traust til Feijóo Blaðið segir að innsti hringur Lýðflokksins sé þeirrar skoðunar að hræðsluherferð vinstri flokkanna við hægri stjórn með öfgahægriflokkinn VOX innanborðs hafi einfaldlega borið árangur. Sömuleiðis sé ljóst að mörgum stuðningsmönnum Lýðflokksins hugnist alls ekki samstarf við VOX. Þá hafa flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þvertekið fyrir að styðja ríkisstjórn með VOX innanborðs. Engin ástæða sé þó enn til að afskrifa Feijóo, honum hafi á einungis fimmtán mánuðum tekist að koma flokknum úr erfiðri stöðu og gera hann aftur að stærsta flokki Spánar. Hann eigi nú að leiða stjórnarandstöðuna, vera mun grimmari við VOX-liða og þannig freista þess að vinna tilbaka stuðningsmenn VOX sem flestir eru fyrrverandi stuðningsmenn Lýðflokksins. Áframhaldandi samsteypustjórn til vinstri enn líklegust Líklegasta stjórnarmynstrið nú er áframhaldandi samsteypustjórn Sósíalista og vinstra bandalagsins Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna Baska og Katalóna sem þrýsta á að hefja formlegar viðræður. Það gæti þó orðið eitrað epli fyrir Pedro Sanchez, leiðtoga sósíalista; annars vegar eru nú þegar komnar sprungur í kosningabandalag vinstri flokkanna og hins vegar gæti eftirlátssemi við aðskilnaðarsinna í Katalóníu hreinlega leitt til mikillar fylgisaukningar við báða hægri flokkana, Lýðflokkinn og VOX. Svo má ekki gleyma því að Feijóo hefur ekki lokað á þann möguleika að vinna þvert yfir miðjuna með Sánchez og sósíalistaflokknum. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Það má með sanni segja að hún sé skrýtin tík, pólitíkin. Þegar litið er til spænskra stjórnmála sléttri viku eftir þingkosningarnar má segja að allt sé á hvolfi. Lýðflokkurinn vann en getur samt ekki myndað stjórn Lýðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hann jók fylgi sitt um tólf prósentustig og fór úr 89 þingmönnum í 136, hann bætti við sig 47 þingmönnum. Engu að síður horfir formaður flokksins Alberto Feijóo nú niður í hyldýpi vonleysis um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Þegar þar við bætist að Lýðflokkurinn leiðir meirihluta í tólf sjálfsstjórnarhéruðum Spánar af sautján og vermir borgarstjórastól allra stærstu borga Spánar nema Barcelona, þá er eðlilegt að menn spyrji sig: Hvernig getur staðið á þessu? Og svarið er hreinlega: Öfgahægriflokkurinn VOX. Það er í það minnsta niðurstaða fréttaskýrenda dagblaðsins El Mundo sem þó er leynt og ljóst málgagn hægri manna á Spáni. Ráðamenn Lýðflokksins bera enn fullt traust til Feijóo Blaðið segir að innsti hringur Lýðflokksins sé þeirrar skoðunar að hræðsluherferð vinstri flokkanna við hægri stjórn með öfgahægriflokkinn VOX innanborðs hafi einfaldlega borið árangur. Sömuleiðis sé ljóst að mörgum stuðningsmönnum Lýðflokksins hugnist alls ekki samstarf við VOX. Þá hafa flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þvertekið fyrir að styðja ríkisstjórn með VOX innanborðs. Engin ástæða sé þó enn til að afskrifa Feijóo, honum hafi á einungis fimmtán mánuðum tekist að koma flokknum úr erfiðri stöðu og gera hann aftur að stærsta flokki Spánar. Hann eigi nú að leiða stjórnarandstöðuna, vera mun grimmari við VOX-liða og þannig freista þess að vinna tilbaka stuðningsmenn VOX sem flestir eru fyrrverandi stuðningsmenn Lýðflokksins. Áframhaldandi samsteypustjórn til vinstri enn líklegust Líklegasta stjórnarmynstrið nú er áframhaldandi samsteypustjórn Sósíalista og vinstra bandalagsins Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna Baska og Katalóna sem þrýsta á að hefja formlegar viðræður. Það gæti þó orðið eitrað epli fyrir Pedro Sanchez, leiðtoga sósíalista; annars vegar eru nú þegar komnar sprungur í kosningabandalag vinstri flokkanna og hins vegar gæti eftirlátssemi við aðskilnaðarsinna í Katalóníu hreinlega leitt til mikillar fylgisaukningar við báða hægri flokkana, Lýðflokkinn og VOX. Svo má ekki gleyma því að Feijóo hefur ekki lokað á þann möguleika að vinna þvert yfir miðjuna með Sánchez og sósíalistaflokknum.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47