Fyrsti bassaleikari the Eagles er látinn Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 10:08 Randy Meisner var ekki síðri söngvari en bassaleikari. Paul Natkin/Getty Randy Meisner, fyrsti bassaleikari og einn stofnenda hljómsveitarinnar the Eagles, lést á miðvikudag. Í tilkynningu á vefsíðu the Eagles segir að hann hafi látist úr langvinnri lungnateppu, 77 ára að aldri. Meisner var bassaleikari framúrstefnulegu kántrýrokkhljómsveitarinnar Poco áður en hann stofnaði the Eagles árið 1971 ásamt þeim Glenn Frey, Don Henley og Bernie Leadon. Hljómsveitin varð fljótt ein sú allra vinsælasta í heiminum. Meisner var bassaleikari the Eagles þegar breiðskífurnar Eagles, Desperado, On The Border, One of These Nights og Hotel California voru gefnar út. Hann hætti síðan í bandinu árið 1977 og sagðist vera orðinn langþreyttur á átökum innan hljómsveitarinnar. „Randy var óaðskiljanlegur hluti af the Eagles og mikilvægur hluti af árangri hljómsveitarinnar á fyrstu árunum. Raddsvið hans var ótrúlegt, eins og heyrist vel á einkennisballöðu hans, Take it to the limit,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Meisner söng bakraddir í fjölmörgum lögum sveitarinnar en Take it to the limit er eina lagið þar sem hann fékk að láta ljós sitt skína sem aðalsöngvari. Að margra mati er lagið það best sungna í katalóg the Eagles. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið í lifandi flutningi á tónleikum árið 1976: Tónlist Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Glenn Frey er látinn Stofnandi Eagles lét lífið í dag en hann var 67 ára gamall. 18. janúar 2016 22:28 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Í tilkynningu á vefsíðu the Eagles segir að hann hafi látist úr langvinnri lungnateppu, 77 ára að aldri. Meisner var bassaleikari framúrstefnulegu kántrýrokkhljómsveitarinnar Poco áður en hann stofnaði the Eagles árið 1971 ásamt þeim Glenn Frey, Don Henley og Bernie Leadon. Hljómsveitin varð fljótt ein sú allra vinsælasta í heiminum. Meisner var bassaleikari the Eagles þegar breiðskífurnar Eagles, Desperado, On The Border, One of These Nights og Hotel California voru gefnar út. Hann hætti síðan í bandinu árið 1977 og sagðist vera orðinn langþreyttur á átökum innan hljómsveitarinnar. „Randy var óaðskiljanlegur hluti af the Eagles og mikilvægur hluti af árangri hljómsveitarinnar á fyrstu árunum. Raddsvið hans var ótrúlegt, eins og heyrist vel á einkennisballöðu hans, Take it to the limit,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Meisner söng bakraddir í fjölmörgum lögum sveitarinnar en Take it to the limit er eina lagið þar sem hann fékk að láta ljós sitt skína sem aðalsöngvari. Að margra mati er lagið það best sungna í katalóg the Eagles. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið í lifandi flutningi á tónleikum árið 1976:
Tónlist Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Glenn Frey er látinn Stofnandi Eagles lét lífið í dag en hann var 67 ára gamall. 18. janúar 2016 22:28 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Glenn Frey er látinn Stofnandi Eagles lét lífið í dag en hann var 67 ára gamall. 18. janúar 2016 22:28