Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 11:52 Ari Daníelsson var stjórnarmaður í Íslandsbanka í rúmt ár. Vísir Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. Þetta kom fram þegar Ari kvað sér hljóðs á hluthafafundi bankans í hádeginu. Hann segist hafa tekið sæti í stjórn bankans þremur dögum áður en útboðið hófst og að stjórn hafi ekki komið saman áður en það hófst. Hann hafi fyrir tilviljun verið staddur á fundi með regluverði bankans þegar útboðið hófst. Þá hafi hann spurt regluvörðinn hvort hann mætti taka þátt í útboðinu og fengið þau svör að ekkert stæði því í vegi. Hann hafi því ákveðið að leggja fram tilboð upp á 122 krónur á hlut fyrir alls 55 milljónir króna í gegnum eignahaldsfélag í hans eigu, sem skilgreint er sem fagfjárfestir. Þá hafi hann ekki keypt í gegnum Íslandsbanka heldur annan framkvæmdaraðila útboðsins. Ari segir að hann hafi ákveðið að kaupa hlut í bankanum vegna þeirrar skoðunar sinnar að stjórnarmenn í skráðum almenningshlutafélögum ættu að eiga hlut í félaginu. Þá hafi hann metið það sem svo, sem áhættufælinn langtímafjárfestir, að hlutur í Íslandsbanka væri góð fjárfesting. „Þátttaka mín var óheppileg. Ég sá það ekki fyrir og mér þykir það miður. Ég harma það að hafa ekki metið þátttöku mína frá fleiri hliðum,“ sagði Ari. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Þetta kom fram þegar Ari kvað sér hljóðs á hluthafafundi bankans í hádeginu. Hann segist hafa tekið sæti í stjórn bankans þremur dögum áður en útboðið hófst og að stjórn hafi ekki komið saman áður en það hófst. Hann hafi fyrir tilviljun verið staddur á fundi með regluverði bankans þegar útboðið hófst. Þá hafi hann spurt regluvörðinn hvort hann mætti taka þátt í útboðinu og fengið þau svör að ekkert stæði því í vegi. Hann hafi því ákveðið að leggja fram tilboð upp á 122 krónur á hlut fyrir alls 55 milljónir króna í gegnum eignahaldsfélag í hans eigu, sem skilgreint er sem fagfjárfestir. Þá hafi hann ekki keypt í gegnum Íslandsbanka heldur annan framkvæmdaraðila útboðsins. Ari segir að hann hafi ákveðið að kaupa hlut í bankanum vegna þeirrar skoðunar sinnar að stjórnarmenn í skráðum almenningshlutafélögum ættu að eiga hlut í félaginu. Þá hafi hann metið það sem svo, sem áhættufælinn langtímafjárfestir, að hlutur í Íslandsbanka væri góð fjárfesting. „Þátttaka mín var óheppileg. Ég sá það ekki fyrir og mér þykir það miður. Ég harma það að hafa ekki metið þátttöku mína frá fleiri hliðum,“ sagði Ari.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41