„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2023 22:00 Selenskí segir úkraínsku þjóðina hvorki munu gleyma öllu því sem Rússar hafa gert, né heldur muni hún fyrirgefa það. Skrifstofa forseta Úkraínu Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. Igor Konasjenkov, varnarmálaráðherra Rússa, greindi frá því í daglegu upplýsingaávarpi í morgun að Rússum hefði í gær tekist að eyðileggja stjórnstöðina með skipulagðri eldflaugaárás á borgina, sem er í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja á hinn bóginn að eldflaugar Rússa hafi lent á íbúðablokk, og gereyðilagt efstu hæðina. Níu almennir borgarar hafi særst í árásinni, þar af tvö börnb á táningsaldri. Þá hafi eldflaug einnig hæft nærliggjandi tóma byggingu í eigu úkraínsku leyniþjónustunnar. Selenskí ferðast um landið Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og sagði Rússa munu fá að gjalda fyrir hverja árás sem þeir fremja. „Vinnu eftir eldflaugaárás gærdagsins var lokið strax í morgun. Níu særðust, þar á meðal tvö börn og unglingar. Allir fengu nauðsynlega hjálp. Fyrir hverja slíka árás, fyrir öll hryðjuverk Rússa, mun óvinurinn sannarlega finna fyrir mætti réttlætisins. Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann sendi frá sér í dag. Selenskí heimsótti í dag úkraínska sérsveitarhermenn í Bakmút í austurhluta Úkraínu, þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. Þar sagði hann hvern einasta hermann úr hópi þeirra vera hetjur, og að fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim hetjudáðum sem þeir drýgðu og þeim fórnum sem þeir færðu. Forsetinn og teymi hans stöðvuðu einnig á bensínstöð á ferð sinni í dag, þar sem fjöldi fólks bað hann ýmist um myndir eða eiginhandaráritun á úkraínska fánann. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sjá meira
Igor Konasjenkov, varnarmálaráðherra Rússa, greindi frá því í daglegu upplýsingaávarpi í morgun að Rússum hefði í gær tekist að eyðileggja stjórnstöðina með skipulagðri eldflaugaárás á borgina, sem er í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn segja á hinn bóginn að eldflaugar Rússa hafi lent á íbúðablokk, og gereyðilagt efstu hæðina. Níu almennir borgarar hafi særst í árásinni, þar af tvö börnb á táningsaldri. Þá hafi eldflaug einnig hæft nærliggjandi tóma byggingu í eigu úkraínsku leyniþjónustunnar. Selenskí ferðast um landið Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þjóð sína í dag og sagði Rússa munu fá að gjalda fyrir hverja árás sem þeir fremja. „Vinnu eftir eldflaugaárás gærdagsins var lokið strax í morgun. Níu særðust, þar á meðal tvö börn og unglingar. Allir fengu nauðsynlega hjálp. Fyrir hverja slíka árás, fyrir öll hryðjuverk Rússa, mun óvinurinn sannarlega finna fyrir mætti réttlætisins. Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann sendi frá sér í dag. Selenskí heimsótti í dag úkraínska sérsveitarhermenn í Bakmút í austurhluta Úkraínu, þar sem hart hefur verið barist að undanförnu. Þar sagði hann hvern einasta hermann úr hópi þeirra vera hetjur, og að fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim hetjudáðum sem þeir drýgðu og þeim fórnum sem þeir færðu. Forsetinn og teymi hans stöðvuðu einnig á bensínstöð á ferð sinni í dag, þar sem fjöldi fólks bað hann ýmist um myndir eða eiginhandaráritun á úkraínska fánann.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sjá meira