Markús í öðru sæti á EM unglinga í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 14:46 Íslenski keppnishópurinn á EM í ár. Efri röð frá vinstri: Markús Marelsson, Guðjón Frans Halldórsson og Alexandra Eir Grétarsdóttir, liðsstjóri og sjúkraþjálfari. Neðri röð frá vinstri Pamela Ósk Hjaltadótti og Auður Bergrún Snorradóttir. golf.is Markús Marelsson náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti sextán ára og yngri 2023, European Young Masters, fór fram á Sedin vellinum í Slóvakíu 27.-29. júlí. Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt. Markús Marelsson úr GK, Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM og Auður Bergrún Snorradóttir úr GM. Keppnisfyrirkomulag mótsins var höggleikur það er leiknir voru þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppt var í stúlkna– og piltaflokki. Markús gerði sér lítið fyrir og endaði í öðru sæti í piltaflokki 16 ára og yngri. Hann lék á 214 höggum (71-71-72) eða fimm höggum undir pari. Ben Bolton frá Englandi lék best allra á -11 samtals. Frábær árangur hjá Markúsi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki á þessu móti í fyrra. Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, lék á 231 höggi (78-77-76) (+12 samtals) en hann endaði í 32. sæti. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-79-74) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti. Auður Bergrún Snorradóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-73-80) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti. Samhliða fór fram liðakeppni þar sem að þrjú bestu skorin á hverjum keppnishring töldu. Ísland endaði í 13. sæti af alls 28 liðum. Golf Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt. Markús Marelsson úr GK, Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM og Auður Bergrún Snorradóttir úr GM. Keppnisfyrirkomulag mótsins var höggleikur það er leiknir voru þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppt var í stúlkna– og piltaflokki. Markús gerði sér lítið fyrir og endaði í öðru sæti í piltaflokki 16 ára og yngri. Hann lék á 214 höggum (71-71-72) eða fimm höggum undir pari. Ben Bolton frá Englandi lék best allra á -11 samtals. Frábær árangur hjá Markúsi. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í stúlknaflokki á þessu móti í fyrra. Guðjón Frans Halldórsson úr GKG, lék á 231 höggi (78-77-76) (+12 samtals) en hann endaði í 32. sæti. Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-79-74) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti. Auður Bergrún Snorradóttir úr GM, lék á 232 höggum (79-73-80) (+13 samtals) en hún endaði í 34. sæti. Samhliða fór fram liðakeppni þar sem að þrjú bestu skorin á hverjum keppnishring töldu. Ísland endaði í 13. sæti af alls 28 liðum.
Golf Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira