Lífið

Einstakt hús hönnunarhjóna í Rjúpufelli

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fallegt hús hönnunarhjóna í Breiðholti.
Fallegt hús hönnunarhjóna í Breiðholti.

Vel skipulagt og smekklegt tvöhundruð fermetra raðhús við Rjúpufell 24 í Breiðholti er til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru tæpar 105 milljónir. 

Um er að ræða rúmlega tvöhundruð fermetra hús byggt árið 1974 sem hefur fengið töluverðar endurbætur að innan. Í eldhúsi er nýleg hvít innrétting með góðu skápaplássi og gaseldavél, auk þess var baðherbergi endurnýjað að fullu.

Húsið eru rúmir tvöhundruð fermetrar byggt árið 1974.Fasteignaljósmyndun
Hansahillur úr tekki prýða vegginn sem tengir eldhús, stofu og borðstofu.Fasteignaljósmyndun
Hvít innrétting í eldhúsi er nýleg með góðu skápaplássi.Fasteignaljósmyndun
Retró húsgögn sameina rýmin hússins.Fasteignaljósmyndun

Retró-stíll

Núverandi eigendur eignarinnar eru hjónin Daníel Stefánsson grafískur hönnuður hjá VERT markaðsstofu og Karitas Pálsdóttir grafískur hönnuður og verkefnastjóri hjá IKEA, sem hafa búið sér einkar fallegt heimili í sannkölluðum retró-stíl.

Hansahillur úr tekki prýða vegginn í stofunni þar sem bækur og fallegir munir fá að njóta sín. Retróhúsgögn svo sem stólar, kommóður og hurðir má sjá víðsvegar um húsið sem myndar fallega heildarmynd.

Stofa, eldhús og borðstofa eru í opnu flæðandi rými með gegnheilu viðargólfi. Útgengt er úr stofu í á sólpall og vel gróinn garð. 

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.

Baðherbergi hefur verið endurnýjað.Fasteignaljósmyndun
þrjú svefnherbergi eru í húsinu auk frístundarýmis í kjallara.Fasteignaljósmyndun
Hjónaherbergi er notalegt.Fasteignaljósmyndun
Barnaherbergið er smart og hlýlegt.Fasteignaljósmyndun
Skjólgóður pallur er við húsið ásamt grónum garði.Fasteignaljósmyndun


Tengdar fréttir

Setja einstaka lóð á Arnarnesinu á sölu

Hjónin Alexandra Ívarsdóttir búðareigandi og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnukappi hafa sett einstaka lóð við Mávanes 5 á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu.

Frið­rik Ómar selur slotið

Söngvarinn síkáti, Friðrik Ómar hefur sett hús sitt á sölu en eignin er staðsett norður á Akureyri. Ásett verð fyrir fermetrana 139 eru rúmar 68 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×