Efast um ágæti áforma um innlenda smágreiðslulausn Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 16:01 Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að allar hliðar málsins verði skoðaðar áður en lög eru sett um innlenda greiðslumiðlun. Vísir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa óskað eftir því að náið samráð verði haft við samtökin og aðra hagaðila áður en drög að frumvarpi um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn verða lögð fram. Í umsögn samtakanna segir að nú þegar sé fullnægjandi greiðslulausn fyrir hendi. Í samráðsgátt stjórnvalda segir að fyrirhugaðri lagasetningu sé ætlað að tryggja að til verði skilvirk greiðslulausn innanlands, til dæmis við kaup á vöru í smásölu, sem feli í sér að greiðslur berist milli tveggja innlánsreikninga. Þannig verði hægt að stunda dagleg viðskipti í verslunum til dæmis án þess að greiðslur fari fram fyrir milligöngu erlendra aðila, hvort sem notuð eru kredit eða debetkort, eins og nú er. Slíkt sé öryggismál ef brestur verður á tengingum við útlönd en ætti einnig að vera ódýrara fyrir neytandann. Í umsögn SFF um áformin segir að eðli málsins samkvæmt taki samtökin undir það sem fram kemur í áformunum að þjóðaröryggi og fjármálastöðugleiki séu mikilvæg markmið. „Á hitt er að líta að fyrir hendi er greiðslulausn tryggir að hægt er að inna af hendi greiðslur þrátt að samband við útlönd rofni af einni eða annarri ástæðu. Hér er um að ræða millfærslur í netbönkum sem nú eru í flestum tilvikum framkvæmdar í snjallsímum, auk að sjálfsögðu seðla og myntar,“ segir í umsögninni. Náði ekki flugi í nágrannalöndum SFF segja einnig að eitt af þeim atriðum sem skortir rökstuðning á er hvernig lausnin eigi að ná alvöru útbreiðslu og vera meira en bara kostnaðarsöm varaleið með óljósri virkni og þekkingu viðeigandi aðila ef skyndilega verður þörf á notkun hennar vegna rofs á öðrum leiðum. „Að mati SFF standa líkur til þess þessi leið nái ekki alvöru útbreiðslu og verði virk greiðsluleið. Norrænu leiðirnar náðu útbreiðslu þar sem skortur var á þægilegri lausn til að borga milli einstaklinga og þær eru fyrst og fremst notaðar í það í dag auk netverslunar, en lítið í verslunum. Mjög erfitt er að fá neytendur til að skipta þegar lausn sem þeim líkar er þegar til staðar líkt og kunnugt er.“ Innherji fjallaði á dögunum um P27, samstarfsverkefni sex af stærstu bönkum Norðurlandanna, það er að segja Nordea, Danske Bank, SEB, Swedbank, Handelsbanken og OP Financial, sem hófst árið 2018. Verkefninu var ætlað að koma á fót samnorrænni greiðslulausn sem átti að gera millifærslur einfaldari og ódýrari. „Til að gera langa sögu stutta er verkefnið komið út í skurð. Fimm árum eftir stofnun hefur engin greiðslulausn litið dagsins ljós þrátt fyrir að 700 milljónir sænskra króna, jafnvirði 9 milljarða íslenskra, hafi verið settar í þróunina og þrátt fyrir að 50 starfsmenn vinni á skrifstofunni í Stokkhólmi,“ segir í frétt Innherja. Umsögn SFF má lesa í heild sinni hér. Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01 Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda segir að fyrirhugaðri lagasetningu sé ætlað að tryggja að til verði skilvirk greiðslulausn innanlands, til dæmis við kaup á vöru í smásölu, sem feli í sér að greiðslur berist milli tveggja innlánsreikninga. Þannig verði hægt að stunda dagleg viðskipti í verslunum til dæmis án þess að greiðslur fari fram fyrir milligöngu erlendra aðila, hvort sem notuð eru kredit eða debetkort, eins og nú er. Slíkt sé öryggismál ef brestur verður á tengingum við útlönd en ætti einnig að vera ódýrara fyrir neytandann. Í umsögn SFF um áformin segir að eðli málsins samkvæmt taki samtökin undir það sem fram kemur í áformunum að þjóðaröryggi og fjármálastöðugleiki séu mikilvæg markmið. „Á hitt er að líta að fyrir hendi er greiðslulausn tryggir að hægt er að inna af hendi greiðslur þrátt að samband við útlönd rofni af einni eða annarri ástæðu. Hér er um að ræða millfærslur í netbönkum sem nú eru í flestum tilvikum framkvæmdar í snjallsímum, auk að sjálfsögðu seðla og myntar,“ segir í umsögninni. Náði ekki flugi í nágrannalöndum SFF segja einnig að eitt af þeim atriðum sem skortir rökstuðning á er hvernig lausnin eigi að ná alvöru útbreiðslu og vera meira en bara kostnaðarsöm varaleið með óljósri virkni og þekkingu viðeigandi aðila ef skyndilega verður þörf á notkun hennar vegna rofs á öðrum leiðum. „Að mati SFF standa líkur til þess þessi leið nái ekki alvöru útbreiðslu og verði virk greiðsluleið. Norrænu leiðirnar náðu útbreiðslu þar sem skortur var á þægilegri lausn til að borga milli einstaklinga og þær eru fyrst og fremst notaðar í það í dag auk netverslunar, en lítið í verslunum. Mjög erfitt er að fá neytendur til að skipta þegar lausn sem þeim líkar er þegar til staðar líkt og kunnugt er.“ Innherji fjallaði á dögunum um P27, samstarfsverkefni sex af stærstu bönkum Norðurlandanna, það er að segja Nordea, Danske Bank, SEB, Swedbank, Handelsbanken og OP Financial, sem hófst árið 2018. Verkefninu var ætlað að koma á fót samnorrænni greiðslulausn sem átti að gera millifærslur einfaldari og ódýrari. „Til að gera langa sögu stutta er verkefnið komið út í skurð. Fimm árum eftir stofnun hefur engin greiðslulausn litið dagsins ljós þrátt fyrir að 700 milljónir sænskra króna, jafnvirði 9 milljarða íslenskra, hafi verið settar í þróunina og þrátt fyrir að 50 starfsmenn vinni á skrifstofunni í Stokkhólmi,“ segir í frétt Innherja. Umsögn SFF má lesa í heild sinni hér.
Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01 Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Landsbankinn varar við áformum um ríkislausn í greiðslumiðlun Landsbankinn hvetur stjórnvöld til að endurskoða frá grunni áform Seðlabanka Íslands um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Bankinn varar við því að uppbyggingin verði „ómarkviss, tilviljunarkennd og óþarflega dýr“, og bendir jafnframt á að mörgum mikilvægum spurningum sé enn ósvarað. 28. júlí 2023 15:01
Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót. 6. júlí 2023 13:46