Hótaði að myrða fyrrverandi sambýliskonu í nálgunarbanni Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 16:48 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 21. júlí. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða langrar fangelsisvistar fyrir margvísleg brot í nánu sambandi, kynferðisbrot og brot gegn nálgunarbanni með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sent konunni 93 tölvupósta á tímabili þar sem hann sætti nálgunarbanni gagnvart henni. Níu póstanna innihéldu hótanir sem voru til þess fallnir að vekja hjá henni ótta um líf hennar og heilbrigði. Tölvupóstanna níu má lesa í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sent konunni fjölda smáskilaboða yfir annað tímabil, en þá sætti hann einnig nálgunarbanni. Í þeim skilaboðum fólust meðal annars beinar hótanir um líflát. Sendi konunni kynferðislegar myndir af henni sjálfri Loks var maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa sent konunni þrjár kynferðislegar myndir af henni sjálfri án hennar samþykkis. Þess var krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan sakarkostnað. Þá gerði konan einkaréttarkröfu upp á 1.870 þúsund krónur. Hún fór fram á 620 þúsund krónur í skaðabætur og 1.250 krónur í miskabætur. Maðurinn játaði sök í málinu og samþykkti að greiða kröfu konunnar, eftir að hún hafði lækkað hana í áðurgreinda fjárhæð. Með dóma á bakinu Maðurinn var dæmdur til átta mánaðar óskilorðsbundinnar refsingar. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hann hefur áður hlotið tvo refsidóma fyrir sambærilegt athæfi, meðal annars tólf mánaða dóm í Landsrétti fyrir brot í nánu sambandi. Í einum skilaboðum mannsins má lesa að hann hafi verið í fangelsi þegar hann sendi konunni þau. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sent konunni 93 tölvupósta á tímabili þar sem hann sætti nálgunarbanni gagnvart henni. Níu póstanna innihéldu hótanir sem voru til þess fallnir að vekja hjá henni ótta um líf hennar og heilbrigði. Tölvupóstanna níu má lesa í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa sent konunni fjölda smáskilaboða yfir annað tímabil, en þá sætti hann einnig nálgunarbanni. Í þeim skilaboðum fólust meðal annars beinar hótanir um líflát. Sendi konunni kynferðislegar myndir af henni sjálfri Loks var maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa sent konunni þrjár kynferðislegar myndir af henni sjálfri án hennar samþykkis. Þess var krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til þess að greiða allan sakarkostnað. Þá gerði konan einkaréttarkröfu upp á 1.870 þúsund krónur. Hún fór fram á 620 þúsund krónur í skaðabætur og 1.250 krónur í miskabætur. Maðurinn játaði sök í málinu og samþykkti að greiða kröfu konunnar, eftir að hún hafði lækkað hana í áðurgreinda fjárhæð. Með dóma á bakinu Maðurinn var dæmdur til átta mánaðar óskilorðsbundinnar refsingar. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hann hefur áður hlotið tvo refsidóma fyrir sambærilegt athæfi, meðal annars tólf mánaða dóm í Landsrétti fyrir brot í nánu sambandi. Í einum skilaboðum mannsins má lesa að hann hafi verið í fangelsi þegar hann sendi konunni þau.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira