Var nálægt því að ganga í raðir Tindastóls Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2023 19:15 Kristófer Acox, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins í körfubolta. Vísir/Arnar Halldórsson Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Kristófer Acox leikmaður Vals, var nálægt því að ganga í raðir Íslandsmeistara Tindastóls eftir síðasta tímabil en segir að á endanum hafi það reynst erfið tilhugsun að ganga til liðs við liðið sem tók titilinn af honum og Val. Hann hefur nú samið við Val til næstu tveggja ára. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í oddaleik magnaðs úrslitaeinvígis liðanna. Niðurstaða sem hefur sviðið yfir lengri tíma fyrir Kristófer og liðsfélaga hans hjá Val sem áttu titil að verja. Hvernig voru dagarnir og vikurnar eftir þessa niðurstöðu? „Þær voru þungar, ég get viðurkennt það. Maður var náttúrulega bara lítill og í sjokki eftir að við höfðum misst þetta frá okkur. Við vorum þannig séð með unninn leik en þessa atburðarás hefur maður spilað aftur og aftur í hausnum á sér í allt sumar en við þurfum að sætta okkur við þetta og lífið heldur áfram. Núna erum við búnir að vera með þetta óbragð í munninum í smá tíma og nú tel ég okkur klára í næsta tímabil.“ Hugurinn leitaði alltaf til Hlíðarenda Í viðtali eftir oddaleikinn var Kristófer spurður út í framtíð sína þar sem hann sagði ekkert ákveðið, hún yrði bara að fá að koma í ljós. „Maður er gripinn í viðtal þarna nokkrum sekúndum eftir tapið í oddaleiknum og fæ þessa spurningu á sig, hvað sé að fara taka við hjá mér á næsta tímabili. Ég man að ég sagði eitthvað á þá leið að það væri ekkert ljóst en auðvitað var ég samningsbundin Val á þessum tíma.“ „Ég var svo með ákvæði í samningnum mínum sem ég nýtti mér eftir tímabilið og rifti honum en var þá að vonast á sama tíma eftir því að geta endursamið við Val. Ég gaf mér smá tíma í það og var svo sem þannig séð ekkert að gefa færi á mér. Ég held að fólk hafi ekkert lesið vitlaust í svarið frá mér en hugurinn leitaði alltaf í að vera áfram hérna á Hlíðarenda.“ „Nálægt því að taka því tilboði“ Svo fóru af stað sögusagnir sem gerðu stuðningsmenn Vals uggandi. Íslandsmeistarar Tindastóls höfðu áhuga á að fá Kristófer til liðs við sig og átti hann í viðræðum við þjálfara liðsins, sinn gamla liðsfélaga Pavel Ermolinskij um möguleg félagsskipti. „Þetta voru í rauninni bara viðræður við Pavel. Ég og hann erum nánir og við töluðum saman eftir úrslitaeinvígið, þegar að vonbrigðin eftir leikinn og tapið höfðu aðeins sjattlast. Hann var í bænum og við eigum gott samband okkar á milli. Þessar viðræður byrjuðu ekkert á alvarlegu nótunum en svo þróaðist þetta svona meira í áttina að því að mögulega íhuga einhverja kosti. Ég er náttúrulega bara þakklátur fyrir áhugann og öll þau samskipti sem við Pavel áttum hvað þetta varðar, þau voru bara góð og á endanum var þetta eitthvað sem ég var til í að fara skoða (að skipta yfir í Tindastól) og var í rauninni svolítið nálægt því að taka því tilboði.“ Kristófer Acox og Pavel Ermolinskij náðu vel saman á tíma sínum saman hjá Val og áður KR. Vísir Bára „En mig langaði að vera áfram í bænum og halda áfram að spila með mínum strákum hér í Val. Þá þurfti maður auðvitað líka að taka það inn í myndina að það yrði erfitt að fara og spila fyrir liðið sem var að sigra þig og taka af þér titilinn. Ég er alsæll með að hafa framlengt dvöl mína hjá Val.“ Tilboð Stólanna leit ágætlega út Á þeim tímapunkti sem Kristófer ræddi við Pavel Ermolinskij um möguleg félagsskipti yfir til Tindastóls fóru á kreik sögusagnir þess efnis að stærsti samningur sem nokkur leikmaður hér á landi hefði fengið á borð sitt, væri á borði Kristófers frá Tindastól. Var fótur fyrir þeim sögusögnum? „Ég veit það ekki. Ég fékk bara tilboð og það leit ágætlega út en ég ákvað að hafna því.“ Svíður enn Framtíð Kristófers er hjá Val, hann hefur samið við félagið til næstu tveggja ára og lýst honum vel á næsta tímabil hjá liðinu. „Við höfum náð að negla þennan sterka íslenska kjarna sem við vorum með í fyrra og ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir deildina núna þar sem að það eru í raun og veru engar takmarkanir á erlendum leikmönnum og við vitum í rauninni nákvæmlega hvað við erum að fá frá öllum þeim leikmönnum sem við erum með núna.“ Þeir vinna vel saman, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ValsVísir Bára „Nú þarf bara að pússla saman þessum erlendu leikmönnum í kringum okkur núna. Við eigum von á tveimur til þremur erlendum leikmönnum og vonandi næst líka að endursemja við ákveðna erlenda leikmenn sem voru með okkur í fyrra en það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna erum við bara spenntir fyrir komandi tímum.“ Segir Kristófer sem viðurkennir að vera með meira blóð á tönnunum fyrir komandi tímabil eftir vonbrigðin undir lok þess síðasta. „Þetta er búið að svíða og svíður enn. Maður hefur einhvern veginn þurft að tala aftur og aftur um þetta við endalaust af fólki, um þennan oddaleik og hvernig þetta endaði en ég vona að við nýtum þetta óbragð sem við erum með í munninum eftir þetta og mætum brjálaðir til leiks strax í haust.“ Gaf út smáskífu á dögunum Þessi öflugi leikmaður og landsliðsmaður hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði á meðan að deildin hér heima er í fríi og á dögunum opinberaði hann óvænta hlið á sér er hann gaf út smáskífuna Bjartar nætur undir listamannsnafninu Acox. Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig en Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“ Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í oddaleik magnaðs úrslitaeinvígis liðanna. Niðurstaða sem hefur sviðið yfir lengri tíma fyrir Kristófer og liðsfélaga hans hjá Val sem áttu titil að verja. Hvernig voru dagarnir og vikurnar eftir þessa niðurstöðu? „Þær voru þungar, ég get viðurkennt það. Maður var náttúrulega bara lítill og í sjokki eftir að við höfðum misst þetta frá okkur. Við vorum þannig séð með unninn leik en þessa atburðarás hefur maður spilað aftur og aftur í hausnum á sér í allt sumar en við þurfum að sætta okkur við þetta og lífið heldur áfram. Núna erum við búnir að vera með þetta óbragð í munninum í smá tíma og nú tel ég okkur klára í næsta tímabil.“ Hugurinn leitaði alltaf til Hlíðarenda Í viðtali eftir oddaleikinn var Kristófer spurður út í framtíð sína þar sem hann sagði ekkert ákveðið, hún yrði bara að fá að koma í ljós. „Maður er gripinn í viðtal þarna nokkrum sekúndum eftir tapið í oddaleiknum og fæ þessa spurningu á sig, hvað sé að fara taka við hjá mér á næsta tímabili. Ég man að ég sagði eitthvað á þá leið að það væri ekkert ljóst en auðvitað var ég samningsbundin Val á þessum tíma.“ „Ég var svo með ákvæði í samningnum mínum sem ég nýtti mér eftir tímabilið og rifti honum en var þá að vonast á sama tíma eftir því að geta endursamið við Val. Ég gaf mér smá tíma í það og var svo sem þannig séð ekkert að gefa færi á mér. Ég held að fólk hafi ekkert lesið vitlaust í svarið frá mér en hugurinn leitaði alltaf í að vera áfram hérna á Hlíðarenda.“ „Nálægt því að taka því tilboði“ Svo fóru af stað sögusagnir sem gerðu stuðningsmenn Vals uggandi. Íslandsmeistarar Tindastóls höfðu áhuga á að fá Kristófer til liðs við sig og átti hann í viðræðum við þjálfara liðsins, sinn gamla liðsfélaga Pavel Ermolinskij um möguleg félagsskipti. „Þetta voru í rauninni bara viðræður við Pavel. Ég og hann erum nánir og við töluðum saman eftir úrslitaeinvígið, þegar að vonbrigðin eftir leikinn og tapið höfðu aðeins sjattlast. Hann var í bænum og við eigum gott samband okkar á milli. Þessar viðræður byrjuðu ekkert á alvarlegu nótunum en svo þróaðist þetta svona meira í áttina að því að mögulega íhuga einhverja kosti. Ég er náttúrulega bara þakklátur fyrir áhugann og öll þau samskipti sem við Pavel áttum hvað þetta varðar, þau voru bara góð og á endanum var þetta eitthvað sem ég var til í að fara skoða (að skipta yfir í Tindastól) og var í rauninni svolítið nálægt því að taka því tilboði.“ Kristófer Acox og Pavel Ermolinskij náðu vel saman á tíma sínum saman hjá Val og áður KR. Vísir Bára „En mig langaði að vera áfram í bænum og halda áfram að spila með mínum strákum hér í Val. Þá þurfti maður auðvitað líka að taka það inn í myndina að það yrði erfitt að fara og spila fyrir liðið sem var að sigra þig og taka af þér titilinn. Ég er alsæll með að hafa framlengt dvöl mína hjá Val.“ Tilboð Stólanna leit ágætlega út Á þeim tímapunkti sem Kristófer ræddi við Pavel Ermolinskij um möguleg félagsskipti yfir til Tindastóls fóru á kreik sögusagnir þess efnis að stærsti samningur sem nokkur leikmaður hér á landi hefði fengið á borð sitt, væri á borði Kristófers frá Tindastól. Var fótur fyrir þeim sögusögnum? „Ég veit það ekki. Ég fékk bara tilboð og það leit ágætlega út en ég ákvað að hafna því.“ Svíður enn Framtíð Kristófers er hjá Val, hann hefur samið við félagið til næstu tveggja ára og lýst honum vel á næsta tímabil hjá liðinu. „Við höfum náð að negla þennan sterka íslenska kjarna sem við vorum með í fyrra og ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir deildina núna þar sem að það eru í raun og veru engar takmarkanir á erlendum leikmönnum og við vitum í rauninni nákvæmlega hvað við erum að fá frá öllum þeim leikmönnum sem við erum með núna.“ Þeir vinna vel saman, Kristófer Acox og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ValsVísir Bára „Nú þarf bara að pússla saman þessum erlendu leikmönnum í kringum okkur núna. Við eigum von á tveimur til þremur erlendum leikmönnum og vonandi næst líka að endursemja við ákveðna erlenda leikmenn sem voru með okkur í fyrra en það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er núna erum við bara spenntir fyrir komandi tímum.“ Segir Kristófer sem viðurkennir að vera með meira blóð á tönnunum fyrir komandi tímabil eftir vonbrigðin undir lok þess síðasta. „Þetta er búið að svíða og svíður enn. Maður hefur einhvern veginn þurft að tala aftur og aftur um þetta við endalaust af fólki, um þennan oddaleik og hvernig þetta endaði en ég vona að við nýtum þetta óbragð sem við erum með í munninum eftir þetta og mætum brjálaðir til leiks strax í haust.“ Gaf út smáskífu á dögunum Þessi öflugi leikmaður og landsliðsmaður hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði á meðan að deildin hér heima er í fríi og á dögunum opinberaði hann óvænta hlið á sér er hann gaf út smáskífuna Bjartar nætur undir listamannsnafninu Acox. Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig en Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti