Mané, sem er 31 árs gamall, náði ekki að slá í gegn hjá Bayern München á sinni einu leiktíð með þýsku meisturunum eftir farsæl ár hjá Liverpool.
Senegalinn skoraði 12 mörk í 38 leikjum fyrir Bayern en naut sín ekki hjá félaginu og lenti til að mynda í átökum við liðsfélaga sinn Leroy Sané eftir tap í leik í Meistaradeild Evrópu.
Talið er að Bayern hafi fengið nálægt þeim 35 milljónum punda sem félagið greiddi fyrir Liverpool í fyrra.
Samningur Mané við Al-Nassr er til fjögurra ára. Nýja félagið hans fékk Ronaldo til sín síðasta vetur og það var upphafið að streymi heimsfrægra leikmanna í sádiarabísku deildina. Félagið hefur síðan þá einnig fengið króatíska miðjumanninn Marcelo Brozovic, brasilíska bakvörðinn Alex Telles og Fílabeinsstrendinginn Seko Fofana.